Hjarðmennirnir í Sómalíu eru vanir því að fara frá einum stað á annan í leit að vatni og beitilandi fyrir dýrin sín. En langvinnir þurrkar í landinu hafa útilokað þetta mynstur. Það er hvorki vott né þurrt að hafa fyrir dýr og menn. Þrátt fyrir að sultur hafi orðið áttatíu geitum hans að bana, hefur Keyse Farah Abdi engu að síður ákveðið að skásti kosturinn sé að halda áfram að ganga um.
Hjarðmennirnir í Sómalíu eru vanir því að fara frá einum stað á annan í leit að vatni og beitilandi fyrir dýrin sín. En langvinnir þurrkar í landinu hafa útilokað þetta mynstur. Það er hvorki vott né þurrt að hafa fyrir dýr og menn. Þrátt fyrir að sultur hafi orðið áttatíu geitum hans að bana, hefur Keyse Farah Abdi engu að síður ákveðið að skásti kosturinn sé að halda áfram að ganga um.
Hjarðmennirnir í Sómalíu eru vanir því að fara frá einum stað á annan í leit að vatni og beitilandi fyrir dýrin sín. En langvinnir þurrkar í landinu hafa útilokað þetta mynstur. Það er hvorki vott né þurrt að hafa fyrir dýr og menn. Þrátt fyrir að sultur hafi orðið áttatíu geitum hans að bana, hefur Keyse Farah Abdi engu að síður ákveðið að skásti kosturinn sé að halda áfram að ganga um.
Hungursneyð ríkir nú í Suður-Súdan og að auki eru Jemen, Nígería og Sómalía á barmi hungursneyðar. Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Það hefur aldrei gerst áður frá stofnun SÞ.
UNICEF á Íslandi hefur í dag neyðarsöfnun fyrir vannærð börn í Suður-Súdan, Jemen, Nígeríu og Sómalíu. Hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið BARN í nr 1900 (1.000 kr). Nærri 1,4 milljónir barna eru í lífshættu í löndunum fjórum og gætu dáið af völdum alvarlegrar vannæringar. Alls ógnar hungursneyð nú lífi allt að 20 milljóna manna.
Síðasta mánuðinn hefur fjölskylda Keyse Farah Abdi haldið til við girðingu umhverfis flugvöll í nágrenni borgarinnar Burao. „Við höfðum heyrt að hér yrði gras og vatn að finna en við drögum nú fram lífið með því að fara um í ætisleit og fá vatn, hrísgrjón, te og sykur hjá góðviljuðu fólki,“ segir hann.
Undir venjulegum kringumstæðum myndu börnin hans, m.a. dæturnar Tirig, sem er sex ára, og Sauda, sem er þriggja ára, líta eftir hjörðinni og fá mjólk að drekka. En nú vafra þær stefnulaust um og fá aðeins soðin hrísgrjón að borða.
Fjölskyldan býr í tjaldi í nágrenni við aðrar fjölskyldur sem eru í sömu aðstæðum á þurrkasvæðunum. Um níutíu fjölskyldur eru frá einu og sama svæðinu.
„Við munum ekki flytja okkur aftur og það er tilgangslaust að fá sér fleiri dýr, þau deyja bara,“ segir Keyse.
Við hlið hans situr frænka hans, Roda Mohamud, og vaggar tveggja ára dreng, Ayan í fangi sér. Ayan litli er fölur og lystarlaus. Hann hefur ekki borðað nægan mat í tvær vikur. Móðir hans lést af barnsförum svo að frænka hans sér nú um hann. Hún hefur ekki enn komið honum undir læknishendur.
Nágranni hennar í búðunum fór með tvö börn sín á heilsugæslustöð sem UNICEF rekur í samstarfi við önnur samtök. Börnin höfðu fengið flensu og slæman niðurgang og þurftu að á aðstoð að halda.
Heilsugæslustöðin er skammt frá búðum fólksins og þar er mikil örtröð. Fólk kemur þangað til að láta bólusetja börnin sín og heimsækja lækni. Öll þjónustan er ókeypis.
Deqa Mohamed Nimo er þangað komin með barnið sitt sem er með háan hita. Allur hennar búpeningur er dauður vegna þurrkanna. Hún hafði farið um sjötíu kílómetra leið til að komast á heilsugæsluna. „Barnið mitt var með hita og ég þurfti að koma því til læknisins. Nú er ég á leið í lyfjabúðina til að fá lyf,“ segir hún.
Heilsugæslustöðin var reist í þessum flóttamannabúðum í hungursneyðinni miklu árið 2011. Þar er enn veitt aðstoð, m.a. fyrir vannærð börn. Er þau koma eru þau skoðuð og greind, m.a. með tilliti til bráðavannæringar. Börn sem þjást af svo alvarlegri vannæringu eru níu sinnum líklegri en heilbrigð börn að deyja.
Læknirinn Hamud Mohamed segir að margfalt fleiri börn fái nú meðferð vegna vannæringar á heilsugæslustöðinni en á síðasta ári. Hann segir gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í.
UNICEF styður við rekstur 95 heilsugæslustöðva í Sómalíu. Þar fá börnin m.a. næringu í formi næringarríks hnetukrems. 38 hreyfanleg teymi heilbrigðisstarfsfólk eru einnig að störfum í Sómalíu á vegum UNICEF. Teymin fara um landið og veita fólki aðstoð.
Hægt er að styðja neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi með því að senda sms-ið BARN í nr 1900, gefa með kreditkorti hér og leggja inn á reikning 701-26-102050, kt 481203-2950.