Rændu fólk og skutu það

Suður-Súdan | 10. apríl 2017

Rændu fólk og skutu það

Mannskæð átök brutust út í næststærstu borg Suður-Súdans í dag og þúsundir lögðu á flótta. Óbreyttir borgarar voru meðal þeirra sem féllu í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna.

Rændu fólk og skutu það

Suður-Súdan | 10. apríl 2017

Hundruð þúsunda eru á flótta undan ofbeldi og hungursneyð í …
Hundruð þúsunda eru á flótta undan ofbeldi og hungursneyð í Suður-Súdan. Hundruð barna eru að svelta í hel. AFP

Mannskæð átök brutust út í næststærstu borg Suður-Súdans í dag og þúsundir lögðu á flótta. Óbreyttir borgarar voru meðal þeirra sem féllu í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna.

Mannskæð átök brutust út í næststærstu borg Suður-Súdans í dag og þúsundir lögðu á flótta. Óbreyttir borgarar voru meðal þeirra sem féllu í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna.

Að minnsta kosti 2.000 manns leituðu skjóls í kaþólskri kirkju og margir segjast hafa verið hundeltir af hermönnum stjórnarhersins, að því er presturinn Moses Peter segir við AFP-fréttastofuna. 

Borgin Wau er á svæði sem hefur síðustu misseri ýmist verið á valdi stjórnarhersins eða uppreisnarmanna sem eru hliðhollir fyrrverandi varaforsetanum Riek Machar. Borgarastríð hefur geisað í þessu yngsta ríki heims frá árinu 2013. Borgin sjálf er nú á yfirráðasvæði stjórnarhersins. 

Presturinn segir að hermenn stjórnarhersins hafi farið um íbúasvæði og skotið fólk. Þá ræna þeir og rupla af fólkinu. Presturinn segir að hermennirnir velji fólk sem tilheyri ákveðnum minnihluta hópum úr og drepi.

 Tibur Erynio sem býr á svæðinu segir að átján úr hans hverfi hafi verið drepnir, flestir tilheyra smáum þjóðum sem heita Jur og Balanda. „Þeir eru drepnir því þeir eru grunaðir um að styðja uppreisnarmenn,“ segir Erynio og bætir við að slíkt sé fjarri sannleikanum.

Erynio segir að verslanir og markaðir í suðurhluta borgarinnar séu lokaðir og að ríkisstjórnin hafi sagt borgarbúum að halda sig innandyra. „Maður sér bara fólk á flótta, að hlaupa að kirkjunni í leit að skjóli eða í átt að byggingu friðargæslu Sameinuðu þjóðanna.“

Fann bróður sinn látinn

Annar borgarbúi segir í samtali við AFP-fréttastofuna að hann hafi fundið bróður sinn liggjandi í blóði sínu. Hann hafi verið skotinn til bana. Hann segist hafa séð fimm önnur lík.

Talsmaður stjórnarhersins, Santo Domic Chol, segir að átökin hafi byrjað um helgina er herinn reyndi að flæma uppreisnarmenn burt af svæðum sem þeir ráða enn yfir. Hann segir að uppreisnarmenn hafi falið sig meðal óbreyttra borgara í Wau.

Borgarastyrjöld braust út í Suður-Súdan fyrir meira en þremur árum í kjölfar valdabaráttu Machars og Salva Kiir forseta. 

Í ágúst árið 2015 var skrifað undir vopnahlé sem hefur ítrekað verið rofið. 

Að minnsta kosti 1,7 milljón manna hafa flúið landið vegna stríðsins og tæpar tvær milljónir eru á flótta innan landsins. 

Í febrúar var lýst yfir hungursneyð í norðurhluta landsins þar sem átökin eru hvað hörðust. Fólkið hefur ekki aðgang að mat, beitarlönd og akrar hafa verið eyðilögð og allir innviðir landsins eru í lamasessi.

UNICEF á Íslandi hóf í dag neyðarsöfn­un fyr­ir vannærð börn í Suður-Súd­an, Jemen, Níg­er­íu og Sómal­íu. Hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið BARN í nr 1900 (1.000 kr). Nærri 1,4 millj­ón­ir barna eru í lífs­hættu í lönd­un­um fjór­um og gætu dáið af völd­um al­var­legr­ar vannær­ing­ar. Alls ógn­ar hung­urs­neyð nú lífi allt að 20 millj­óna manna.

Hægt er að styðja neyðarsöfn­un UNICEF á Íslandi með því að senda sms-ið BARN í nr 1900, gefa með kred­it­korti hér og leggja inn á reikn­ing 701-26-102050, kt 481203-2950.

mbl.is