Fjalla um hugsanlegt vanhæfi dómara

Glitnismenn fyrir dóm | 13. apríl 2017

Fjalla um hugsanlegt vanhæfi dómara

Hæstiréttur mun fjalla um hugsanlegt vanhæfi héraðsdómara í Stím-málinu vegna tengsla hans við Glitnismann sem héraðssaksóknari hafði til rannsóknar. Dómarinn, Sigríður Hjaltested, var einn þriggja héraðsdómara sem dæmdu í málinu árið 2015. 

Fjalla um hugsanlegt vanhæfi dómara

Glitnismenn fyrir dóm | 13. apríl 2017

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis var dæmdur í Stím-málinu.
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis var dæmdur í Stím-málinu. Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur mun fjalla um hugsanlegt vanhæfi héraðsdómara í Stím-málinu vegna tengsla hans við Glitnismann sem héraðssaksóknari hafði til rannsóknar. Dómarinn, Sigríður Hjaltested, var einn þriggja héraðsdómara sem dæmdu í málinu árið 2015. 

Hæstiréttur mun fjalla um hugsanlegt vanhæfi héraðsdómara í Stím-málinu vegna tengsla hans við Glitnismann sem héraðssaksóknari hafði til rannsóknar. Dómarinn, Sigríður Hjaltested, var einn þriggja héraðsdómara sem dæmdu í málinu árið 2015. 

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir umboðssvik. Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is, var dæmd­ur í 2 ára fang­elsi, einnig fyr­ir umboðssvik. Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir hlut­deild að umboðssvik­um. Stím-málið verður tekið fyr­ir í Hæsta­rétti í næsta mánuði, en sam­kvæmt dag­skrá rétt­ar­ins verður það flutt 22. maí.

Í frétt RÚV kom fram að sé Sigríður vanhæf verði Stím-málið þriðja hrunmálið sem þurfi að endurtaka vegna vanhæfis dómara.

Sigríður lýsti sig vanhæfa í öðru máli tengdu Glitni skömmu eftir að dómur í Stím-málinu féll. Í yfirlýsingu hennar þar að lútandi, sem birt er á vef RÚV, kom fram að meðal gagna þess máls væru gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður sem starfaði hjá Glitni. Upplýsti Sigríður ennfremur að maðurinn hefði stöðu sakbornings í máli sem var til meðferðar hjá héraðssaksóknara. 

Verjendur hinna dæmdu í Stím-málinu hafa farið fram á að dómurinn verði felldur úr gildi vegna meints vanhæfis Sigríðar.

Ítarleg frétt um málið á vef RÚV.

mbl.is