Bankinn gerður afturreka

Húsleit hjá Samherja | 25. apríl 2017

Bankinn gerður afturreka

„Við látum ekki kyrrt liggja,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja, í samtali við Morgunblaðið, en í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið fyrir brot á gjaldeyrislögum.

Bankinn gerður afturreka

Húsleit hjá Samherja | 25. apríl 2017

Þorsteinn Már Baldvinsson segir að innan Seðlabankans megi finna ákveðna …
Þorsteinn Már Baldvinsson segir að innan Seðlabankans megi finna ákveðna klíku og að hún hafi rekið þetta mál „af ótrúlegum fantaskap“. mbl.is/RAX

„Við látum ekki kyrrt liggja,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja, í samtali við Morgunblaðið, en í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið fyrir brot á gjaldeyrislögum.

„Við látum ekki kyrrt liggja,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja, í samtali við Morgunblaðið, en í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið fyrir brot á gjaldeyrislögum.

Er Seðlabankanum nú gert með dómi héraðsdóms að greiða allan málskostnað, eða alls fjórar milljónir króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorsteinn Már að ekki sé við öðru að búast en að Samherji muni setja fram skaðabótakröfu og að þeir hafi þegar kært ákveðna starfsmenn Seðlabankans til lögreglu. Bendir hann á að menn hafi þurft að axla ábyrgð fyrir minni sakir.

mbl.is