Hörð barátta breskra og bandarískra yfirvalda gegn hryðjuverkasamtökum veldur því að hjálparsamtök draga lappirnar þegar kemur að neyðaraðstoð til milljóna sveltandi íbúa á þurrkasvæðum í Sómalíu.
Hörð barátta breskra og bandarískra yfirvalda gegn hryðjuverkasamtökum veldur því að hjálparsamtök draga lappirnar þegar kemur að neyðaraðstoð til milljóna sveltandi íbúa á þurrkasvæðum í Sómalíu.
Hörð barátta breskra og bandarískra yfirvalda gegn hryðjuverkasamtökum veldur því að hjálparsamtök draga lappirnar þegar kemur að neyðaraðstoð til milljóna sveltandi íbúa á þurrkasvæðum í Sómalíu.
Yfirmenn mannúðarsamtaka segja í samtali við Guardian að lögin, sem er beint gegn öllum þeim sem hafa veitt hryðjuverkasamtökum stuðning, hafi letjandi áhrif á þá sem annars myndu senda aðstoð til svæða í Sómalíu sem eru undir yfirráðum íslamskra öfgasamtaka, al-Shabaab, systursamtök al-Qaida.
Vestu þurrkar í 40 ár í Sómalíu valda því að óttast er að sex milljónir manna deyi úr hungri. Verst er ástandið á svæðum sem eru undir yfirráðum al-Shabaab en íbúar þar eru um tvær milljónir talsins.
Mannúðarsamtök segja nánast ómögulegt að tryggja að engin hjálp berist til öfgamanna ef veitt er aðstoð á þessum svæðum. Það þýði að hjálparsamtök gerast brotleg við lög og eiga yfir höfði sér saksókn í heimalandinu.
Það að flytja neyðarbirgðir landleiðina í Sómalíu þýðir að greiða þarf „tolla“ við vegatálma á þjóðvegum landsins. Um ólíka hópa er að ræða sem krefjast þess að fá sína hlutdeild fyrir flutninga um „þeirra svæði“ en þeirra á meðal eru samtökin al-Shabab. Það þýðir að bresk og bandarísk hryðjuverkalög eru brotin og þetta getur kostað hjálparsamtök bæði háar fjárhæðir og tíma sem annars færi í að veita þeim sem minna mega sín nauðsynlega aðstoð.