Engin útistandandi málarekstur

Gjaldeyrishöft | 27. apríl 2017

Engin útistandandi málarekstur

Fjórir fjárfestingasjóðir sem fengu heimild Hæstaréttar í janúar til að leggja spurningar fyrir dómkvadda matsmenn hafa fallið frá beiðninni. Krafan var sett fram vegna fyrirhugaðs málareksturs á hendur ríkinu vegna löggjafar um meðferð aflandskrónueigna.

Engin útistandandi málarekstur

Gjaldeyrishöft | 27. apríl 2017

Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fjórir fjárfestingasjóðir sem fengu heimild Hæstaréttar í janúar til að leggja spurningar fyrir dómkvadda matsmenn hafa fallið frá beiðninni. Krafan var sett fram vegna fyrirhugaðs málareksturs á hendur ríkinu vegna löggjafar um meðferð aflandskrónueigna.

Fjórir fjárfestingasjóðir sem fengu heimild Hæstaréttar í janúar til að leggja spurningar fyrir dómkvadda matsmenn hafa fallið frá beiðninni. Krafan var sett fram vegna fyrirhugaðs málareksturs á hendur ríkinu vegna löggjafar um meðferð aflandskrónueigna.

Þetta kemur fram í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Þar segir að Hæstiréttur heimilaði sjóðunum að bera upp fimm af ellefu matsspurningum sem þeir fóru upphaflega fram á að fá rökstutt álit sérfróðra aðila á.

„Í bréfi frá fulltrúum sjóðanna til ríkislögmanns segir að í ljósi samkomulags Seðlabanka Íslands og sjóðanna um kaup bankans á tilteknum krónueignum þeirra hafi verið ákveðið að falla frá beiðninni.

Með þessu er enginn útistandandi málarekstur á hendur ríkinu vegna framkvæmdar áætlunar stjórnvalda um afnám fjármagnshafta,“ segir í fréttinni á vef ráðuneytisins.

mbl.is