„Snýst um að koma þessu upp í Hæstarétt“

„Snýst um að koma þessu upp í Hæstarétt“

Verjendur ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fóru í dag fram á að saksóknari myndi afhenda 10 skjöl sem vörnin telur mikilvæg fyrir rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en eftir miklar hrókeringar og deilur um hæfi dómara og hvort EFTA-dómstóllinn ætti að gefa ráðgefandi álit um óformlega viðskiptavakt, stórt deiluatriði í fyrri markaðsmisnotkunarmálum, er komið að því að deila um framlagningu gagna.

„Snýst um að koma þessu upp í Hæstarétt“

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 3. maí 2017

Ákært var í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fyrir rúmlega einu ári. Síðan …
Ákært var í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fyrir rúmlega einu ári. Síðan þá hefur verið deilt um dómara, EFTA-dómstóls álit og nú framlagningu gagna í málinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verjendur ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fóru í dag fram á að saksóknari myndi afhenda 10 skjöl sem vörnin telur mikilvæg fyrir rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en eftir miklar hrókeringar og deilur um hæfi dómara og hvort EFTA-dómstóllinn ætti að gefa ráðgefandi álit um óformlega viðskiptavakt, stórt deiluatriði í fyrri markaðsmisnotkunarmálum, er komið að því að deila um framlagningu gagna.

Verjendur ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis fóru í dag fram á að saksóknari myndi afhenda 10 skjöl sem vörnin telur mikilvæg fyrir rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en eftir miklar hrókeringar og deilur um hæfi dómara og hvort EFTA-dómstóllinn ætti að gefa ráðgefandi álit um óformlega viðskiptavakt, stórt deiluatriði í fyrri markaðsmisnotkunarmálum, er komið að því að deila um framlagningu gagna.

Er Arngrímur Ísberg á ný orðinn dómsformaður í málinu, en hann sagði sig frá því á sínum tíma til að taka námsleyfi. 

Reimar Pétursson, einn verjanda í málinu, lagði fram kröfu um að fá úrskurð dómara um kröfu verjanda að fá afhend ákveðin gögn sem hann tiltók sérstaklega. Sagði hann að um væri að ræða 10 skjöl sem væru væntanlega samtals um 40 blaðsíður. Meðal annars er um að ræða skjöl frá Fjármálaeftirlitinu sem stofnunin hafði hafnað að afhenda verjendum. Þá er einnig um að ræða gögn sem mátti ráða að verjendur teldu í vörslu saksóknara.

Vísaði Reimar í lög um meðferð sakamála og sagði að hann gerði kröfu um afhendingu gagnanna, þótt áður hafi verið úrskurðað um að verjendur fengju ekki aðgang að þeim. Sagði hann að með þessari beiðni væri hann í raun að fara fram á afhendingu í stað aðgangs þar sem hægt væri að kæra slíkan úrskurð til Hæstaréttar, en ekki úrskurð um aðgang. „Þetta snýst um að koma þessu upp í Hæstarétt,“ sagði Reimar.

Saksóknari taldi kröfuna í raun vera ranga þar sem ekki væri hægt að fara fram á afhendingu gagna sem embættið hefði ekki undir höndum og nokkrar lagatæknilegar umræður um hvað lög um meðferð sakamála heimiluðu í þessu tilviki lagði Reimar fram þá bókun með kröfunni að í henni felist að lagt verði fyrir ákæruvaldið að haldleggja gögnin svo unnt sé að afhenda þau.

Tók dómari við kröfunni þannig og má vænta uppkvaðningu úrskurðar á næstu dögum.

mbl.is