Hamingjuóskum rignir yfir Macron

Hamingjuóskum rignir yfir Macron

Hamingjuóskunum er tekið að rigna inn til Emmanuels Macron, sem Frakkar kusu sér sem forseta í dag. Útlit er fyrir að miðjumaðurinn Macron hafi hlotið algjöra yfirburðakosningu og benda útgönguspár til að hann hafi hlotið um 66% atkvæða, fyrstur franskra forseta.

Hamingjuóskum rignir yfir Macron

Forsetakosningar í Frakklandi 2017 | 7. maí 2017

Stuðningsmenn Emmanuel Macrons, nýkjörins forseta Frakklands, fagna niðurstöðum kosninganna framan …
Stuðningsmenn Emmanuel Macrons, nýkjörins forseta Frakklands, fagna niðurstöðum kosninganna framan við Louvre safnið í París. AFP

Hamingjuóskunum er tekið að rigna inn til Emmanuels Macron, sem Frakkar kusu sér sem forseta í dag. Útlit er fyrir að miðjumaðurinn Macron hafi hlotið algjöra yfirburðakosningu og benda útgönguspár til að hann hafi hlotið um 66% atkvæða, fyrstur franskra forseta.

Hamingjuóskunum er tekið að rigna inn til Emmanuels Macron, sem Frakkar kusu sér sem forseta í dag. Útlit er fyrir að miðjumaðurinn Macron hafi hlotið algjöra yfirburðakosningu og benda útgönguspár til að hann hafi hlotið um 66% atkvæða, fyrstur franskra forseta.

Macron sagði í samtali við AFP-fréttastofuna eftir að tilkynnt var að hann yrði næsti forseti Frakklands að sigur hans stæði fyrir „von“ og „nýjan kafla“ í sögu Frakklands.

„Nýr kafli í langri sögu okkar hefst í kvöld. Ég vil að það sé kafli vonar og endurnýjaðs öryggis,“ sagði hinn nýkjörni forseti.

Talsmaður Angelu Merkel Þýskalandsforseta óskaði Macron til hamingju með sigurinn og sagði úrslitin enduróma „sigur fyrir sterka og sameinaða Evrópu“.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lofaði þá franska kjósendur fyrir að velja „framtíð Evrópu“.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði Macron „innilega“ til hamingju með sigurinn samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðherrabústaðnum í Downing-stræti.

„Frakkland er einn nánasti bandamaður okkar og við hlökkum til að vinna með nýja forsetanum á breiðum grunni verkefna sem eru efst á forgangslista beggja,“ sagði talsmaður May.

Þá sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, á Twitter nú fyrir skemmstu að sigur Macrons væri sigur frelsis, jafnréttis og bræðralags gegn „ógnarvaldi falskra frétta“.  

mbl.is