Neyðin blasir alls staðar við

Sómalía | 11. maí 2017

Neyðin blasir alls staðar við

Forseti Sómalíu biður heiminn um að veita íbúum landsins neyðaraðstoð en í Sómalía glímir ekki bara við hungursneyð vegna fátæktar heldur einnig vegna hryðjuverka og spillingar. Helmingur þjóðarinnar þarf á neyðaraðstoð að halda eða um sex milljónir manna.

Neyðin blasir alls staðar við

Sómalía | 11. maí 2017

AFP

Forseti Sómalíu biður heiminn um að veita íbúum landsins neyðaraðstoð en í Sómalía glímir ekki bara við hungursneyð vegna fátæktar heldur einnig vegna hryðjuverka og spillingar. Helmingur þjóðarinnar þarf á neyðaraðstoð að halda eða um sex milljónir manna.

Forseti Sómalíu biður heiminn um að veita íbúum landsins neyðaraðstoð en í Sómalía glímir ekki bara við hungursneyð vegna fátæktar heldur einnig vegna hryðjuverka og spillingar. Helmingur þjóðarinnar þarf á neyðaraðstoð að halda eða um sex milljónir manna.

Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed.
Forseti Sómalíu, Mohamed Abdullahi Mohamed. AFP

Mohamed Abdullahi Mohamed, forseti Sómalíu, er staddur í London þar sem haldin er alþjóðleg ráðstefna þar sem verið er að ræða hvernig hægt er að koma Sómalíu til aðstoðar en Mohamed Abdullahi Mohamed tók við embætti forseta fyrr á árinu.

Sómalía hefur oftar en ekki endað á toppi lista yfir ríki þar sem ástandið er einna verst í heiminum (FragileStateIndex). 

AFP

Mohamed segist hafa heitið því í kosningabaráttunni að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að berjast við þrjá helstu óvini Sómalíu: Hryðjuverk, spillingu og fátækt. 

Á ráðstefnunni er sjónum einkum beint að þjóðaröryggi, innra stjórnkerfi, efnahagsbata og baráttu við þurrka. 

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að þurrkar í Sómalíu séu mesta ógn sem blasi við og það væri forgangsmál að veita Sómölum þar aðstoð. Biður hann þjóðir heims um að leggja 900 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar fram til þess að koma í veg fyrir að hungursneyðin breiðist út. 

Í síðustu viku kom fram að 1,4 milljónir barna í Sómalíu myndu glíma við vannæringu í lok árs sem er 50% aukning frá því undir lok árs 2016. 

Utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, Theresa May, forsætisráðherra og forsætisráðherra Eþíópía, …
Utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, Theresa May, forsætisráðherra og forsætisráðherra Eþíópía, Hailemariam Desalegn. AFP

Á ráðstefnunni er einnig verið að ræða hvernig Sómalía geti tekið aukna ábyrgð á eigin öryggi en þar eru 22 þúsund hermenn Afríska þjóðarbandalagsins að störfum. 

Undanfarinn áratug hafa hryðjuverkasamtökin Shabaab reynt að hrekja ríkisstjórnir Sómalíu frá völdum. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu eru nokkur hundruð bandarískir hermenn nú að störfum í Sómalíu þar sem þeir annast þjálfun hermanna í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Forseti Úganda, Yoweri Museveni.
Forseti Úganda, Yoweri Museveni. AFP

TheresaMay, forsætisráðherra Bretlands, segir að Sómalía standi nú frammifyir því tækifæri að taka ábyrgð á eigin öryggi með stuðningi alþjóðasamfélagsins. Sama eigi við um efnahag landsins. 

Theresa May forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May forsætisráðherra Bretlands. AFP

„Ef Sómalía er fótfesta fyrir hryðjuverkahópa... Ef alþjóðleg fyrirtæki eru rænd af sjóræningjum á Indlandshafi eða milljónir verða áfram landflótta í örvæntingarfullum flótta undan fátækt og þurrkum þá mun áhrifanna gæta um heim allan,“ segir May.

Meðal þeirra sem sækja ráðstefnuna er varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, Federica Mogherini, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, forseti Kenýa og Úganda auk forsætisráðherra Egyptalands, Þýskalands, Hollands, og Katar.

mbl.is