Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snýr aftur sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Óskarsakademíunni en mörgum eru eflaust enn í fersku minni mistökin sem urðu við afhendingu verðlaunanna fyrir bestu kvikmyndina á síðustu hátíð. Myndin La La Land var tilkynnt sem sigurvegari í stað Moonlight.
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snýr aftur sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Óskarsakademíunni en mörgum eru eflaust enn í fersku minni mistökin sem urðu við afhendingu verðlaunanna fyrir bestu kvikmyndina á síðustu hátíð. Myndin La La Land var tilkynnt sem sigurvegari í stað Moonlight.
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snýr aftur sem kynnir Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Óskarsakademíunni en mörgum eru eflaust enn í fersku minni mistökin sem urðu við afhendingu verðlaunanna fyrir bestu kvikmyndina á síðustu hátíð. Myndin La La Land var tilkynnt sem sigurvegari í stað Moonlight.
Kimmel, sem er 49 ára, mun því hitta aftur fyrir framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Michael De Luca og Jennifer Todd. Þetta verður 90. Óskarsverðlaunahátíðin frá upphafi og verður hún haldin 4. mars á næsta ári.
„Ef þið haldið að við höfum klúðrað endinum á þessu ári, bíðið bara og sjáið hvað við verðum með í boði á 90 ára afmælinu,“ sagði Kimmel í gríni og bætti við að viðburðurinn í febrúar hafi verið „hápunktur ferils míns“.
Fyrirtækið PricewaterhouseCoopers, sem útdeildi umslögunum með nöfnum sigurvegaranna á síðustu hátíð, gekkst við ábyrgðinni á klúðrinu og sagði að tveir starfsmenn hefðu gert mistök.