Val Macrons sundrar Repúblikanaflokknum

Val Macrons sundrar Repúblikanaflokknum

Sú ákvörðun Emmanuel Macrons, nýkjörins forseta Frakklands, að velja Eduard Philippe, lítt þekktan þingmann franska Repúblikanaflokksins, sem forsætisráherra stjórnar sinnar, hefur myndað gjá innan flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Val Macrons sundrar Repúblikanaflokknum

Forsetakosningar í Frakklandi 2017 | 16. maí 2017

Edouard Philippe tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af forvera sínum …
Edouard Philippe tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af forvera sínum í starfi Bernard Cazeneuve. AFP

Sú ákvörðun Emmanuel Macrons, nýkjörins forseta Frakklands, að velja Eduard Philippe, lítt þekktan þingmann franska Repúblikanaflokksins, sem forsætisráherra stjórnar sinnar, hefur myndað gjá innan flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Sú ákvörðun Emmanuel Macrons, nýkjörins forseta Frakklands, að velja Eduard Philippe, lítt þekktan þingmann franska Repúblikanaflokksins, sem forsætisráherra stjórnar sinnar, hefur myndað gjá innan flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Francois Baroin, leiðtogi franska Repúblikanaflokksins, sagði í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina BFM TV Philippe hafa tekið sína ákvörðun, en að hún væri ekki flokksins.

Greint var frá því í gær að Macron hefði valið Philippe í embætti forsætisráðherra og er valið sagt end­ur­spegla viðleitni for­set­ans til að laða hóf­sama stjórn­mála­menn í hreyf­ingu sína sem áður hét En Marche!, en hefur nú hlotið nafnið Republique En Marche! (REM).

Nokkrir þingmenn sósíalistaflokksins hafa einnig slegist í lið með Macron, sem og 21 þingmaður Repúblikanaflokksins, þar á meðal fyrrverandi ráðherrar, sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem flokkurinn var hvattur til að vera jákvæður gagnvart viðleitni forsetans.

„Það verður hans mál að takast á við þetta,“ sagði Baroin og líkti samstarfinu við geðklofa.

Reuters segir Macron vera farinn að horfa til þingkosninganna í júní og þess að hann þurfi að njóta stuðning þingsins við að koma áætlunum sínum í gegn.

mbl.is