Le Drian verður utanríkisráðherra

Le Drian verður utanríkisráðherra

Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur lokið við að skipa í fyrstu ríkisstjórn sína. Sósíalistinn Jean-Yves Le Drian verður utanríkisráðherra og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard varnarmálaráðherra.

Le Drian verður utanríkisráðherra

Forsetakosningar í Frakklandi 2017 | 17. maí 2017

Varnarmálaráðherrann Jean-Yves Le Drian verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Macron.
Varnarmálaráðherrann Jean-Yves Le Drian verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Macron. AFP

Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur lokið við að skipa í fyrstu ríkisstjórn sína. Sósíalistinn Jean-Yves Le Drian verður utanríkisráðherra og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard varnarmálaráðherra.

Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur lokið við að skipa í fyrstu ríkisstjórn sína. Sósíalistinn Jean-Yves Le Drian verður utanríkisráðherra og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard varnarmálaráðherra.

Aðrir einstaklingar sem áttu aðkomu að kosningabaráttu Macron fengu einnig veigamikil hlutverk; Gerard Collomb, borgarstjóri Lyon, mun sitja í innanríkisráðuneytinu og miðjumaðurinn Francois Bayrou í dómsmálaráðuneytinu.

Hægrimaðurinn Bruno Le Marie hefur verið skipaður efnahagsráðherra og er einn þriggja flokksmanna Repúblikanaflokksins sem tekur við ráðherradóm. Annar er Edouard Philippe, sem Macron fól forsætisráðherraembættið á mánudag.

Macron virðist ætla að standa við fyrirheit sín um að leita fanga sem víðast en til viðbótar við Le Drian, sem var varnarmálaráðherra í stjórnartíð Francois Hollande, skipaði forsetinn Annick Girardin í embætti úr röðum sósíalista. Hún mun fara með málefni yfirráðasvæða Frakka.

Athygli vekur að jafnmörg embætti féllu konum í skaut eins og körlum en aðeins eitt þeirra þykir meðal þeirra bitastæðustu; varnarmálaráðuneytið.

Laura Flessel, ólympíuverðlaunahafi í skylmingum, var skipuð í embætti íþróttamálaráðherra en konur fara einnig fyrir menningarmálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu, svo eitthvað sé nefnt.

Marielle de Sarnez verður ráðherra Evrópumála.
Marielle de Sarnez verður ráðherra Evrópumála. AFP
mbl.is