Sjálfstæðismenn samþykkja ekki

Sjálfstæðismenn munu ekki samþykkja áætlun ráðherra

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Alþingi mun ekki styðja óbreytta þingsályktunartillögu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um fjármálaáætlun til næstu fimm ára.

Sjálfstæðismenn munu ekki samþykkja áætlun ráðherra

Vaxtarverkir í ferðaþjónustu | 23. maí 2017

Áform fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskattstig ferðaþjónustunnar fær ekki hljómgrunn.
Áform fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskattstig ferðaþjónustunnar fær ekki hljómgrunn. mbl.is/Golli

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Alþingi mun ekki styðja óbreytta þingsályktunartillögu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um fjármálaáætlun til næstu fimm ára.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins á Alþingi mun ekki styðja óbreytta þingsályktunartillögu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um fjármálaáætlun til næstu fimm ára.

Þar ræður mestu gagnrýni þingflokksins og meirihluta fjárlaganefndar á áform fjármálaráðherra um að hækka virðisaukaskattstig ferðaþjónustunnar með þeim hætti sem tillagan gerir ráð fyrir, úr 11% í 22,5%, þegar á næsta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru þær skoðanir ráðandi innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin, einkum Viðreisn, þar sem fjármálaráðherra er formaður, hyggist einfaldlega fara of bratt í virðisaukaskattshækkanir á ferðaþjónustuna.

mbl.is