Hópur vopnaðra manna myrti 26 manns og særði 25 til viðbótar er hann réðst á tvær rútur og flutningabíl í miðhluta Egyptalands, samkvæmt upplýsingum frá egypska heilbrigðisráðuneytinu.
Hópur vopnaðra manna myrti 26 manns og særði 25 til viðbótar er hann réðst á tvær rútur og flutningabíl í miðhluta Egyptalands, samkvæmt upplýsingum frá egypska heilbrigðisráðuneytinu.
Hópur vopnaðra manna myrti 26 manns og særði 25 til viðbótar er hann réðst á tvær rútur og flutningabíl í miðhluta Egyptalands, samkvæmt upplýsingum frá egypska heilbrigðisráðuneytinu.
Reuters hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytisins að árásarmennirnir hafi komið á staðinn á þremur fjórhjóladrifnum bílum. Mennirnir, sem að sögn vitna huldu andlit sín, stoppuðu tvær rútur og flutningabíl og hófu síðan skothríð á bílana á vegi sem liggur að klaustri heilags Samúels í Minya-héraði, en töluverður fjöldi íbúa héraðsins er kristinn.
Öryggissveitir leita nú mannanna og hefur verið sett upp vegaeftirlit víða. Þá hefur forseti landsins, Abdel Fattah al-Sisi, boðað til neyðarfundar með öryggisyfirvöldum.
Ahmed al-Tayeb, imam al-Azhar-moskunnar, sagði árásinni vera ætlað að draga úr stöðugleika í landinu.
„Ég hvet Egypta til að sameinast frammi fyrir þessum hrottalegu hryðjuverkum,“ hefur Reuters eftir al-Tayeb.
Um 10% Egypta eru kristinnar trúar og hefur þessi minnihlutahópur verið skotmark nokkurra banvænna árása á undanförnum mánuðum. Hafa um 70 verið drepnir í sprengjuárásum á kirkjur í Kaíró, Alexandríu og Tanta frá því í desember á síðasta ári.
Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams lýstu yfir ábyrgð á þeim tilræðum, en enginn hefur enn lýst sig ábyrgan fyrir árásinni í morgun.