Lýsingar á hræðilegri líðan Díönu prinsessu í hjónabandi hennar og Karls Bretaprins eru að finna í bókinni Her True Story eftir Andrew Morton. Nú 20 árum eftir lát Díönu er verið að endurútgefa bókina með upptökum Díönu.
Lýsingar á hræðilegri líðan Díönu prinsessu í hjónabandi hennar og Karls Bretaprins eru að finna í bókinni Her True Story eftir Andrew Morton. Nú 20 árum eftir lát Díönu er verið að endurútgefa bókina með upptökum Díönu.
Lýsingar á hræðilegri líðan Díönu prinsessu í hjónabandi hennar og Karls Bretaprins eru að finna í bókinni Her True Story eftir Andrew Morton. Nú 20 árum eftir lát Díönu er verið að endurútgefa bókina með upptökum Díönu.
Daily Mail greinir frá því að Díana hafi sagt frá því á upptökunum að hún hafi hent sér niður stiga til að ná athygli Karls.
„Þegar ég var komin fjóra mánuði á leið með Vilhjálm henti ég mér niður stiga til þess að ná athygli eiginmanns míns, svo hann mundi hlusta á mig,“ sagði Díana. „Ég hafði sagt Karli að ég væri svo örvæntingafull og grét úr mér augun.“ Karl vildi hinsvegar ekki hlusta á hana og fór út á hestbak.
„Þannig ég henti mér niður stigann. Drottningin kom, alveg skelfingu lostin, skjálfandi - hún var svo hrædd. Ég vissi að ég myndi ekki missa barnið þó ég væri mjög marin í kringum magann,“ sagði Díana og lýsir því hvernig Karl hafi hunsað hana þegar hann kom aftur inn.