Seðlabankinn greip inn í

Seðlabankinn | 29. júní 2017

Seðlabankinn greip inn í

Seðlabankinn hefur undanfarna viku gripið að minnsta kosti tvisvar inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum þegar krónan var að veikjast. Kaupin stöðvuðu veikinguna í bæði skiptin, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Bankinn keypti krónur fyrir 2,5 milljarða króna miðvikudaginn 21. júní og greip svo aftur inn í á þriðjudaginn.

Seðlabankinn greip inn í

Seðlabankinn | 29. júní 2017

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabank­inn hef­ur und­an­farna viku gripið að minnsta kosti tvisvar inn í gjald­eyr­is­markaðinn með kaup­um á krón­um þegar krón­an var að veikj­ast. Kaup­in stöðvuðu veik­ing­una í bæði skipt­in, sam­kvæmt heim­ild­um ViðskiptaMogg­ans. Bank­inn keypti krón­ur fyr­ir 2,5 millj­arða króna miðviku­dag­inn 21. júní og greip svo aft­ur inn í á þriðju­dag­inn.

Seðlabank­inn hef­ur und­an­farna viku gripið að minnsta kosti tvisvar inn í gjald­eyr­is­markaðinn með kaup­um á krón­um þegar krón­an var að veikj­ast. Kaup­in stöðvuðu veik­ing­una í bæði skipt­in, sam­kvæmt heim­ild­um ViðskiptaMogg­ans. Bank­inn keypti krón­ur fyr­ir 2,5 millj­arða króna miðviku­dag­inn 21. júní og greip svo aft­ur inn í á þriðju­dag­inn.

Í skrif­legu svari Seðlabanka Íslands við fyr­ir­spurn ViðskiptaMogg­ans um ástæður kaup­anna seg­ir að bank­inn leit­ist við að draga úr óæski­lega mikl­um sveifl­um á gjald­eyr­is­markaði. Þeir sem til þekkja segja að þegar Seðlabank­inn keypti krón­ur á markaði hafi verið lít­ill selj­an­leiki, sem hafði það í för með sér að krón­an veikt­ist skarpt. Ef ekk­ert hefði verið að gert, hefði mátt bú­ast við mikl­um sveifl­um á gengi krónu.

Seðlabank­inn hef­ur lítið verið á krónu­hlið gjald­eyr­is­markaðar­ins um ára­bil en hann keypti síðast krón­ur fyr­ir 1,8 millj­arða í mars sl. og þar áður í nóv­em­ber 2014 fyr­ir um 926 millj­ón­ir.

mbl.is