Markaðurinn mjög grunnur

Seðlabankinn | 30. júní 2017

Markaðurinn mjög grunnur

Seðlabankinn hefur undanfarna viku í tvígang gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, þegar krónan var að veikjast, líkt og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu og ViðskiptaMogga í gær.

Markaðurinn mjög grunnur

Seðlabankinn | 30. júní 2017

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Golli

Seðlabankinn hefur undanfarna viku í tvígang gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, þegar krónan var að veikjast, líkt og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu og ViðskiptaMogga í gær.

Seðlabankinn hefur undanfarna viku í tvígang gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, þegar krónan var að veikjast, líkt og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu og ViðskiptaMogga í gær.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra gerir ekki athugasemdir við þau inngrip, sem séu til þess að draga úr óæskilega miklum sveiflum á gjaldeyrismarkaði.

„Mér skilst að þetta sé mjög grunnur markaður, þannig að um leið og einhver hreyfir sig, í aðra hvora áttina, þá hefur það mikil áhrif á krónuna, til styrkingar eða veikingar,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður álits á ofangreindum inngripum Seðlabankans sem urðu til þess að krónan styrktist um 1,1% en hafði veikst um 5% á einum mánuði.

Benedikt kvaðst telja að inngrip Seðlabankans miðuðust við ákveðnar vinnureglur og bankinn leitaðist við með svona krónukaupum að draga úr óæskilega miklum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. 

mbl.is