„Maðurinn minn er alger eyðslukló“

„Maðurinn minn er alger eyðslukló“

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands varðandi peninga. 

„Maðurinn minn er alger eyðslukló“

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi | 6. júlí 2017

Íslensk kona er ósátt við manninn sinn því henni finnst …
Íslensk kona er ósátt við manninn sinn því henni finnst hann eyða of miklu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands varðandi peninga. 

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands varðandi peninga. 

Blessuð Edda,

Ég og maki minn erum algjörlega ósammála um peninga og hvernig á að fara með þá. Hann er á því að peningar séu til að nota þá en mér finnst hann algjör eyðslukló! Peningar tákna öryggi í mínum huga og ég vil helst safna þeim. Hvað er til ráða? 

Kærar, 

HB

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

 

Sæl HB, 

Fjármál eru efst á lista yfir algengar ástæður fyrir því að fólk rífst og reyndar benda fjölmargar rannsóknir til að peningamál séu helsta ástæða þess að fólk skilur skiptum. Það er því mjög áríðandi að fólk leiti sér aðstoðar þegar peningamálin eru þrætuepli. 

Ég velti því lengi fyrir mér hver ástæðan fyrir þessu gæti verið og fann svarið þegar ég fór að vinna með peningapersónugerðir og greina það sem ég kalla peninga DNA fólks. Í kjölfarið hef ég hjálpað fjölmörgum hjónum og pörum að takast á við þá togstreitu sem peningamálin hafa myndað milli þeirra. Lausnin felst í því að kynnast og gangast við sinni eigin afstöðu til peninga. Það geturðu til dæmis gert með því að fá peninga DNA greiningu. Svo gætirðu unnið vinna þar sem þú áttaðir þig á undirliggjandi orsökinni fyrir togstreitunni ykkar á milli. Reglan er nefnilega sú að það er auðveldara og farsælla að taka ábyrgð á eigin hegðun heldur en að reyna að breyta öðrum. 

Hagnýtt ráð: 

Reglan er sú að það er auðveldara og farsælla að taka ábyrgð á eigin hegðun heldur en að reyna að breyta öðrum. Einfaldasta lausnin fyrir þig er sú að þú skoðir þitt samband við peninga ofan í kjölinn, til dæmis með því að fá peninga-DNA greiningu. Í kjölfarið ynnir þú vinnu þar sem þú áttaðir þig á undirliggjandi orsökinni fyrir togstreitunni ykkar á milli. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is