Hvernig bið ég um launahækkun?

Hvernig bið ég um launahækkun?

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands. 

Hvernig bið ég um launahækkun?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi | 8. júlí 2017

mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands. 

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, svarar spurningum lesenda Smartlands. 

Sæl Edda, 

Ég er með góða menntun og ágætisstarfsreynslu. Samt finnst mér mjög erfitt að biðja um laun til samræmis við reynslu mína.

Kveðja, SB

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sæl SB, 

Þetta er áskorun sem má flokka sem peningaáskorun, því hún hefur áhrif á innkomu okkar, en í raun og veru snýst hún um sjálfsvirði. Ekki sjálfsvirðingu þó hún tengist þessu með nokkrum hætti, heldur það hversu mikils virði þér finnst þín vinna vera. Þarna er ég ekki eingöngu að vísa til þess hvers virði vinnan er í krónum og aurum, heldur skoðum við þetta heildstætt útfrá fleiri þáttum. 

Þessi áskorun er nokkuð algeng og á sér gjarnan djúpar rætur í peningasögunni okkar, allt aftur í æsku. 

Lausnin felst í djúpri sjálfsvinnu þar sem við skoðum samhengið milli peningasögunnar þinnar, sambands þíns við peninga og þess hvernig þessir þættir hafa haft áhrif á það hversu mikils (eða lítils) virði þér finnst þú vera.  Í kjölfarið lærirðu aðferð til að sleppa tökunum á þeim peningahugmyndum sem þjóna ekki lengur tilgangi í lífi þinu. Að því loknu breytist afstaða þín til þess að biðja um laun til samræmis við reynslu þína og þekkingu. Þú öðlast aukið sjálfstraust og stendur styrkari fótum þegar kemur að því biðja um það sem þér ber á öllum sviðum lífs þíns. Það er alveg magnað að upplifa þessa umbreytingu og það verður ekki aftur snúið. 

Hagnýtt ráð: 

Lausnin felst í vinnu þar sem við skoðum samhengið milli peningasögunnar þinnar og sambands þíns við peninga. Því næst lærirðu að sleppa tökunum á þeim peningahugmyndum sem þjóna ekki tilgangi í lífi þínu lengur. Að því loknu verður leikur einn að biðja um laun sem hæfa reynslu þinni og menntun. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is