Mumford & Sons á Airwaves

Iceland Airwaves | 20. júlí 2017

Mumford & Sons á Airwaves

Breska hljómsveitin Mumford & Sons kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í ár. Hljómsveitin mun koma fram á lokatónleikum hátíðarinnar í Valshöllinni sunnudaginn 5. nóvember. Húsið opnar kl. 19 og hefst dagskrá kl. 19.30 en aðrir listamenn sem koma fram þetta kvöld í Valshöllinni verða kynntir síðar, segir í fréttatilkynningu.

Mumford & Sons á Airwaves

Iceland Airwaves | 20. júlí 2017

Mumford & Sons þykir með allra bestu tónleikasveitum í heiminum …
Mumford & Sons þykir með allra bestu tónleikasveitum í heiminum í dag.

Breska hljómsveitin Mumford & Sons kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í ár. Hljómsveitin mun koma fram á lokatónleikum hátíðarinnar í Valshöllinni sunnudaginn 5. nóvember. Húsið opnar kl. 19 og hefst dagskrá kl. 19.30 en aðrir listamenn sem koma fram þetta kvöld í Valshöllinni verða kynntir síðar, segir í fréttatilkynningu.

Breska hljómsveitin Mumford & Sons kemur fram á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í ár. Hljómsveitin mun koma fram á lokatónleikum hátíðarinnar í Valshöllinni sunnudaginn 5. nóvember. Húsið opnar kl. 19 og hefst dagskrá kl. 19.30 en aðrir listamenn sem koma fram þetta kvöld í Valshöllinni verða kynntir síðar, segir í fréttatilkynningu.

Mumford & Sons hefur verið með vinsælustu hljómsveitum heimsins síðustu ár. Plötur sveitarinnar hafa selst vel út um allan heim. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur: Sigh No More (2009), Babel (2012) og Wilder Mind (2015). Helstu smellir Mumford eru: I will wait, The Cave, Little Lion Man og Belive. Hljómsveitin þykir með allra bestu tónleikasveitum í heiminum í dag.

 Meðal listamanna sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Iceland Airwaves í vetur eru Between Mountains, Emiliana Torrini & The Colorist, Emmsje Gauti, Glowie, Halldór Eldjárn, HAM, Hildur, Sturla Atlas og svo mætti áfram telja.

Hátíðin fer fram í Reykjavík og á Akureyri dagana 1. til 5. nóvember.



mbl.is