Felipe Massa hefur neyðst til að hætta þátttöku í ungvesrka kappakstrinum vegna veikinda og hefur Williamsliðið falið varamanninum Paul di Resta að taka þátt í tímatökunni og kappakstrinum í hans stað.
Felipe Massa hefur neyðst til að hætta þátttöku í ungvesrka kappakstrinum vegna veikinda og hefur Williamsliðið falið varamanninum Paul di Resta að taka þátt í tímatökunni og kappakstrinum í hans stað.
Felipe Massa hefur neyðst til að hætta þátttöku í ungvesrka kappakstrinum vegna veikinda og hefur Williamsliðið falið varamanninum Paul di Resta að taka þátt í tímatökunni og kappakstrinum í hans stað.
Massa kenndi heilsubrests í morgun en fékk leyfi eftir læknisskoðun til að taka þátt í æfingunni í morgun. Hvarf kvillinn ekki, heldur ágerðist og hætti hann akstri áður en æfingunni lauk. Kvartaði hann undan jafnvægisskorti. Talið er að hann hafi orðið fyrir veirusmiti.
Hann var fluttur á sjúkrahús í Búdapest til frekari rannsókna skömmu áður en að tímatökunni kom. Búist er við að hann verði klár í slaginn á ný þegar að belgíska kappakstrinum kemur eftir fjórar vikur.
Skotinn Di Resta keppti síðast í formúlu-1 fyrir Force India árið 2013 og eini undirbúningurinn undir þátttökuna er akstur í bílhermi í ár.