Hryllingur orrustunnar að koma í ljós

Írak | 2. ágúst 2017

Hryllingur orrustunnar að koma í ljós

Það er kraftaverki líkast að einhver hafi lifað af hinar hrottalegu orrustur sem háðar voru um gömlu borgina í Mósúl á meðan áhlaupi stjórnarhersins stóð. Þó að sigri hafi verið lýst yfir og vígamenn Ríkis íslams sagðir hafa verið drepnir eða hraktir út í eyðimörkina héldu árásir og átök áfram í elsta hluta borgarinnar. Fréttamenn New York Times urðu m.a. vitni að því er tveggja ára dreng var bjargað úr höndum vígamanns sem notaði hann sem mannlegan skjöld. Þeir segja drenginn hafa verið klæddan í skítugar stuttbuxur og að vígamaðurinn hafi ekki einu sinni vitað hvað drengurinn hét eða hverra manna hann væri. Drengurinn var hrifsaður úr höndum mannsins, þveginn og klæddur í hrein föt. Vígamaðurinn var handtekinn, grunaður um að vera hliðhollur Ríki íslams.

Hryllingur orrustunnar að koma í ljós

Írak | 2. ágúst 2017

Stjórnarhermaður ber lítinn dreng út úr rústum húss í Mósúl. …
Stjórnarhermaður ber lítinn dreng út úr rústum húss í Mósúl. Foreldrar hans og aðrir í fjölskyldunni létust í árás. AFP

Það er kraftaverki líkast að einhver hafi lifað af hinar hrottalegu orrustur sem háðar voru um gömlu borgina í Mósúl á meðan áhlaupi stjórnarhersins stóð. Þó að sigri hafi verið lýst yfir og vígamenn Ríkis íslams sagðir hafa verið drepnir eða hraktir út í eyðimörkina héldu árásir og átök áfram í elsta hluta borgarinnar. Fréttamenn New York Times urðu m.a. vitni að því er tveggja ára dreng var bjargað úr höndum vígamanns sem notaði hann sem mannlegan skjöld. Þeir segja drenginn hafa verið klæddan í skítugar stuttbuxur og að vígamaðurinn hafi ekki einu sinni vitað hvað drengurinn hét eða hverra manna hann væri. Drengurinn var hrifsaður úr höndum mannsins, þveginn og klæddur í hrein föt. Vígamaðurinn var handtekinn, grunaður um að vera hliðhollur Ríki íslams.

Það er kraftaverki líkast að einhver hafi lifað af hinar hrottalegu orrustur sem háðar voru um gömlu borgina í Mósúl á meðan áhlaupi stjórnarhersins stóð. Þó að sigri hafi verið lýst yfir og vígamenn Ríkis íslams sagðir hafa verið drepnir eða hraktir út í eyðimörkina héldu árásir og átök áfram í elsta hluta borgarinnar. Fréttamenn New York Times urðu m.a. vitni að því er tveggja ára dreng var bjargað úr höndum vígamanns sem notaði hann sem mannlegan skjöld. Þeir segja drenginn hafa verið klæddan í skítugar stuttbuxur og að vígamaðurinn hafi ekki einu sinni vitað hvað drengurinn hét eða hverra manna hann væri. Drengurinn var hrifsaður úr höndum mannsins, þveginn og klæddur í hrein föt. Vígamaðurinn var handtekinn, grunaður um að vera hliðhollur Ríki íslams.

Greinin heldur áfram fyrir neðan færsluna

Days after the Iraqi government declared victory over ISIS in #Mosul in July, the fighting was far from over. While on #nytassignment, the photojournalist @ivorprickett documented the devastating toll within ISIS’s last holdout area. It didn’t seem like a place where anyone could still be alive. “What we saw as we went step by step with the Iraqi forces here made their survival seem even more miraculous,” he writes. This little boy was used as a human shield by a man suspected of being an ISIS fighter. Doubting that the child’s parents could still be alive, an Iraqi commander asked one of his men to adopt him. That soldier and his wife had been unable to have kids. Swipe left to see more photographs by @ivorprickett — one shows men accused of having joined or helped ISIS, now awaiting their fates. In another, soldiers hold onto an emaciated militant, Malik, who was barely alive. And at a displaced persons camp, a 30-year-old woman named Shayma and her kids are among the survivors who got out before the battle’s final chapter. Her husband, an ISIS fighter, was killed in an airstrike in March. As the last searches in the Old City wrap up, the almost unfathomable task of rebuilding the city and, somehow, coming to grips with all that happened here, stretches out into the unknown. #InstagramStory

A post shared by The New York Times (@nytimes) on Aug 1, 2017 at 3:30pm PDT

Hermenn stjórnarhersins voru vissir um að foreldrar drengsins væru látnir. Það væri nær ómögulegt að þeir hefðu lifað árásirnar af. Hershöfðinginn ákvað að fela einum undirmanna sinna, sem ekki hafði getað eignast barn með konu sinni, að taka drenginn að sér.

Fréttamennirnir urðu einnig vitni að því er einn íbúi Mósúl var dreginn helsærður út úr rústum húss. Maðurinn var svo illa haldinn að víst þykir að hann hafi lengi legið hjálparlaus í rústunum. 

Ofbeldisverkin sem framin voru undir það síðasta í Mósúl eru nánast ólýsanleg. Ljóst er að vígamenn Ríkis íslams tóku fólk miskunnarlaust af lífi en orðrómur er einnig á kreiki um að stjórnarhermenn hafi gert slíkt hið sama, án dóms og laga. Allt gerðist þetta utan sviðsljóss fjölmiðla enda lífshættulegt að starfa í borginni, sérstaklega elsta borgarhlutanum, síðustu vikur. 

Sprengjurnar hafa þagnað

Fréttamenn New York Times lýsa í grein sem birt var á vef blaðsins í gær hvernig skothvellirnir og sprengingarnar hafi loks hljóðnað í Mósúl. Eftir standa rústir hundruða bygginga eins og beinagrindur í eyðimörkinni. Gjöreyðilegging blasir við í sumum hverfum þessarar fornu borgar.

Enn er hættan þó ekki liðin hjá. Leyniskyttur stjórnarhersins ganga enn ofan á braki húsanna og leita gaumgæfilega að vígamönnum. Síðustu tvær vikur hafa þeir fundið og drepið 85 slíka, suma hafa þeir skotið á flótta yfir ána sem aðskilur austur- og vesturhluta borgarinnar.

Fréttamenn New York Times lýsa því að nályktin liggi yfir öllu og sé skýrasta sönnun þess sem gengið hefur á síðustu daga og vikur.

Íbúar Mósúl sem lifðu orrustuna af halda til í flóttamannabúðum …
Íbúar Mósúl sem lifðu orrustuna af halda til í flóttamannabúðum í nágrenni hennar. Flestir flóttamannanna eru konur og börn. AFP

Íbúar Mósúl voru í herkví Ríkis íslams mánuðum saman. Lífið undir stjórn hryðjuverkasamtakanna var hrikalegt. Konur voru giftar vígamönnum og sumir eiginmenn ákváðu að ganga til liðs við samtökin eftir að þau brutust til valda.

Ein þessara kvenna er Shayma. Hún náði að flýja borgina í lok júní á samt börnum sínum og móður. Hún er nú í Hamam al-Alil flóttamannabúðunum, rétt sunnan við Mósúl. Eiginmaður hennar hafði gengið til liðs við Ríki íslams. Það var eina leiðin sem hann sá til að fá greidd laun og til að geta séð fjölskyldu sinni farborða.

Þegar orrustan um Mósúl hófst fyrir alvöru á síðasta ári var Shayma og börn hennar flutt, gegn vilja hennar, til vesturhluta borgarinnar. Eiginmaðurinn lést í loftárás í mars og hún, þá orðin ekkja, varð vonlítil um að lifa af, sérstaklega í ljósi þess að eiginmaðurinn hafði tekið þátt í bardögunum. 

Fjölmargir íbúar Mósúl sáu engan annan möguleika en að ganga í sveitir Ríkis íslams til að lifa af. Þeir sem grunaðir eru um slíkt og enn eru á lífi, er nú haldið föngnum af stjórnarhernum. Óvíst er hver örlög þeirra verða.

Íbúarnir sem enn voru innlyksa í Mósúl eftir að síðustu orrusturnar voru háðar eru í miklu áfalli. Staða þeirra er flókin. Séu þeir grunaðir um að hafa lagt Ríki íslams lið verða þeir handteknir og jafnvel teknir af lífi. Erfitt getur reynst að sanna hið gagnstæða. Eða réttlæta gjörðir sínar undir miskunnarlausum aga hryðjuverkasamtakanna. 

Rústir gömlu borgarinnar. Miklar menningaminjar eyðilögðust í orrustunni um Mósúl.
Rústir gömlu borgarinnar. Miklar menningaminjar eyðilögðust í orrustunni um Mósúl. AFP

Mörg börn eru munaðarlaus. Ein kona lýsir því fyrir fréttamönnum New York Times að hún hafi verið fjórgift vígamönnum Ríkis íslams, gegn vilja sínum. Nú er hún yfirheyrð af stjórnarhermönnum. Rætt hefur verið um að fjölskyldur vígamanna séu fluttar í sérstakar búðir. Mannréttindasamtök hafa varað við slíku og segja brotið á fólkinu, aðallega konum og börnum.

Það er fyrst núna sem afleiðingar orrustunnar um Mósúl eru fyllilega að koma í ljós. Menningarminjar hafa tapast, hundruð manna hafa fallið í valinn og innviðir borgarinnar og stoðir samfélagsins hrunið eins og spilaborg. En brátt verður tímabært að byggja aftur upp. Það virðist kannski óyfirstíganlegt verkefni eins og stendur en óhjákvæmilegt engu að síður.

Fréttaskýring New York Times af vígvelli Mósúl í heild.

mbl.is