„Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli:
„Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli:
„Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli:
Fyrsta skrefið til að ná árangri í peningamálum er að skoða samband þitt við peninga. Ein leið til þess er að að persónugera peninga. Þú getur byrjað á að skrifa niður svör við eftirfarandi spurningum:
Svörin við þessum spurningum eru líkleg til að opna augu þín fyrir því hvernig sambandi þínu við peninga er háttað. Hafðu samt í huga að samband þitt við peninga getur breyst, alveg eins og samband þitt við sumt fólk breytist á lífsleiðinni.
Hvert er viðhorf þitt til fjársterkra?
Annað sem vert er að skoða í þessu samhengi er viðhorf þitt til þeirra sem fara fyrir miklu fé. Þetta viðhorf endurspeglar að nokkru leyti hugmyndir þínar um peninga. Ef viðhorfið er neikvætt geturðu spurt þig hvers vegna það er. Hvar liggja rætur þessarar neikvæðni?
Mér finnst sjálfri gott að hafa í huga að peningar eru hlutlausir. Fólk getur hins vegar valið að gera ýmislegt fyrir peninga – en gjörðirnar eru á ábyrgð fólksins. Peningar sem slíkir hafa ekki vald til að breyta þó svo að þá megi svo sannarlega nota til breytinga.
Hverju viltu breyta?
Næsta skref er að setjast niður og spyrja sig hvað þarf að breytast þegar kemur að fjármálunum.
Viltu spara meira?
Viltu byrja að leggja fyrir?
Viltu lækka útlagðan kostnað?
Viltu auka tekjurnar?
Viltu gefa meira til góðgerðarmála?
Viltu koma skikki á bókhaldið?
Viltu búa til fjárhagsáætlun?
Viltu fylgja fjárhagsáætlun?
o.s.frv.
Þegar þú hefur tekið ákvörðun um hvað það er sem þú vilt breyta geturðu gert áætlun um hvernig þú ætlar að hrinda breytingunum í framkvæmd.
„Endurræstu“ samband þitt við peninga
Í aldanna rás hefur mannskepnan leitað skýringa á samhengi hlutanna. Sjálfsþekking var upphafspunktur í þekkingarleit Forn-Grikkja.
Flest nútímafólk er sammála um að það getur reynst ómetanlegt að taka sér tíma til að líta í eigin barm. Átta sig á stöðu mála. Taka ákvarðanir um hvert halda skuli.
Það gefst frábært tækifæri til þess á hinni vinsælu peninga-DNA-vinnustofu. Næsta vinnustofa verður haldin í Reykjavík laugardaginn 26. ágúst. Nánari upplýsingar og skráning hér.