Pitt og Jolie þurfa að greiða milljónir

Jolie/Pitt | 18. ágúst 2017

Pitt og Jolie þurfa að greiða milljónir

Franskur dómstóll hefur dæmt Brad Pitt og Angelinu Jolie til að greiða ljósahönnuði 667 þúsund dollara, um 72 milljónir króna. Hjónin fyrrverandi réðu hönnuðinn til vinnu í höll sinni í Suður-Frakklandi.

Pitt og Jolie þurfa að greiða milljónir

Jolie/Pitt | 18. ágúst 2017

Angelina Jolie og Brad Pitt á meðan allt lék í …
Angelina Jolie og Brad Pitt á meðan allt lék í lyndi. MARK RALSTON

Franskur dómstóll hefur dæmt Brad Pitt og Angelinu Jolie til að greiða ljósahönnuði 667 þúsund dollara, um 72 milljónir króna. Hjónin fyrrverandi réðu hönnuðinn til vinnu í höll sinni í Suður-Frakklandi.

Franskur dómstóll hefur dæmt Brad Pitt og Angelinu Jolie til að greiða ljósahönnuði 667 þúsund dollara, um 72 milljónir króna. Hjónin fyrrverandi réðu hönnuðinn til vinnu í höll sinni í Suður-Frakklandi.

Hönnuðurinn vann hjá fyrirtæki sem varð síðar gjaldþrota. Hann deildi svo við félagið Chateau Miraval, sem hefur umsjón með höllinni, um greiðslur fyrir vinnu sína. Pitt og Jolie, sem nú eru skilin að borði og sæng, keyptu höllina árið 2008. Þau gengu í hjónabönd í kapellu hennar árið 2014. Höllin var reist á 17. öld.

Pitt og Jolie réðust í umfangsmiklar og fjárfrekar endurbætur á höllinni. Meðal verkefna var að setja lýsingu í öll fjörutíu herbergi hallarinnar sem og þrjár minni byggingar sem tilheyra henni. Í fréttum franskra fjölmiðla segir að um tíma hafi sautján iðnaðarmenn unnið að verkinu en enginn samningur hafi þó verður gerður við þá. 

Fyrstu tvö árin gekk verkið vel en kostnaðurinn hlóðst upp og nam að þeim tíma liðnum 25 milljónum evra, um 3 milljörðum króna. Er tafir urðu á framkvæmdunum og tæknilegir örðugleikar fóru að setja strik í reikninginn fóru verktakarnir að deila um greiðslur við Pitt og Jolie sem stöðvuðu þær að lokum.

Nú hefur dómstóll komist að því að parinu beri að greiða fyrirtækinu Lumieres Studio 450 þúsund evrur, um 57 milljónir króna, vegna vangoldinna reikninga. Þá þurfa þau að greiða hönnuðinum og eiganda fyrirtækisins sérstaklega bætur fyrir að skaða orðspor hans sem og launakostnað.

Varar við notkun myndar af Jolie

Ljósahönnuðurinn Odile Soudant starfaði áður fyrir hinn virta franska arkitekt, Jean Nouvel. Pitt var mikill aðdáandi Nouvel og eftir að Soudant stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 2009 ákvað hann að fá hana til að hanna ljósin í höllinni.

Soudant segir að Pitt hafi sett fyrirtæki hennar á hausinn og eignað sé verk hennar í höllinni. Hún ætli að höfða höfundarréttarmál á hendur honum.

Soudant hefur nú varað franska ilmvatnsframleiðandann Guerlain við notkun á auglýsingamynd af Jolie í höllinni.

Þó að Pitt og Jolie hafi nú ákveðið að skilja ætla þau ekki að selja höllina.

Pitt og Jolie keyptu höllina árið 2008 og hófu þá …
Pitt og Jolie keyptu höllina árið 2008 og hófu þá miklar endurbætur á henni. Af Wikipedia
mbl.is