Óhressir hjá Williams

Formúla-1/Williams | 24. ágúst 2017

Óhressir hjá Williams

Paddy Lowe tæknistjóri Williamsliðsins segir liðið „frekar svekkt“ yfir árangrinum í formúlu-1 í ár á fyrri helmingi keppnistíðarinnar.   

Óhressir hjá Williams

Formúla-1/Williams | 24. ágúst 2017

Paddy Lowe tæknistjóri Williamsliðsins segir liðið „frekar svekkt“ yfir árangrinum í formúlu-1 í ár á fyrri helmingi keppnistíðarinnar.   

Paddy Lowe tæknistjóri Williamsliðsins segir liðið „frekar svekkt“ yfir árangrinum í formúlu-1 í ár á fyrri helmingi keppnistíðarinnar.   

Williams er í fimmta sæti í keppni liðanna og er heilum 60 stigum á eftir liðinu í fjórða sæti,  Force India. Hefur enska liðið dregist jafnt og þétt aftur úr og er nú í keppni við miðjuliðin.

Er Williams með 41 stig, í sjötta sæti er Toro rosso með 61 stig, Haas í sjöunda sæti með 29 stig og Renault í því áttunda með 26.  Aðeins einu sinni hefur Williams átt mann á verðlaunapalli í ár er Lance Stroll varð þriðji í Azerbaíjan. Í bæði austurríska kappakstrinum og þeim ungverska komst hvorugur keppendanna upp úr fyrstu lotu tímatökunnar.

Lowe segir að liðið hafi ekki náð út úr bílunum sem annars í þeim búi. Keppi þeir undir getu á sumum brautum. „Það lítur ekki eins flott út hjá okkur og við hefðum kosið. Við erum vonsvikin og bíllinn er mun hraðskreiðari en stigataflan gefur til kynna,“ segir Lowe í aðdraganda belgíska kappakstursins.

Hann bætir við að stærsta vandamálið sé að liðið hafi ekki skorað stig sem það ætti að hafa krækt í miðað við hraða Williamsbílsins. Sömuleiðis hafi verið miklar sveiflur í frammistöðunni og þurfi Williams að einbeita sér að bæta úr því fyrir næsta ár.

Felipe Massa og Stroll eru sem stendur í 11. og 12. sæti í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.

mbl.is