Það er óþarfi að skamma börn

Börn og uppeldi | 29. ágúst 2017

Það er óþarfi að skamma börn

„Í RIE er ekki skammað, refsað, stjórnað eða kennt lexíur á hefðbundin hátt þegar kemur að því að setja börnum mörk. Hins vegar vitum við sem stundum Virðingarríkt Tengslauppeldi hversu mikilvægt það er að setja börnum skýr mörk og leiðbeina þeim svo þau festist ekki í því að sýna af sér óæskilegar hegðanir eða geri hluti sem eru hættulegir þeim sjálfum, umhverfinu eða öðrum. Eins og Janet Lansbury segir „Too much freedom, actually makes children feel the opposite of free“. „En hvernig læra börn ef við skömmum þau ekki?“ „Hvernig læra þau annars muninn á réttu og röngu?” „Það verður að refsa börnum þegar þau gera eitthvað af sér,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir sem rekur vefinn Respectfulmom.com í sínum nýjasta pistli: 

Það er óþarfi að skamma börn

Börn og uppeldi | 29. ágúst 2017

Kristín Maríella Friðjónsdóttir heldur úti síðunni Respectfulmom.com.
Kristín Maríella Friðjónsdóttir heldur úti síðunni Respectfulmom.com. Ljósmynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

„Í RIE er ekki skammað, refsað, stjórnað eða kennt lexíur á hefðbundin hátt þegar kemur að því að setja börnum mörk. Hins vegar vitum við sem stundum Virðingarríkt Tengslauppeldi hversu mikilvægt það er að setja börnum skýr mörk og leiðbeina þeim svo þau festist ekki í því að sýna af sér óæskilegar hegðanir eða geri hluti sem eru hættulegir þeim sjálfum, umhverfinu eða öðrum. Eins og Janet Lansbury segir „Too much freedom, actually makes children feel the opposite of free“. „En hvernig læra börn ef við skömmum þau ekki?“ „Hvernig læra þau annars muninn á réttu og röngu?” „Það verður að refsa börnum þegar þau gera eitthvað af sér,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir sem rekur vefinn Respectfulmom.com í sínum nýjasta pistli: 

„Í RIE er ekki skammað, refsað, stjórnað eða kennt lexíur á hefðbundin hátt þegar kemur að því að setja börnum mörk. Hins vegar vitum við sem stundum Virðingarríkt Tengslauppeldi hversu mikilvægt það er að setja börnum skýr mörk og leiðbeina þeim svo þau festist ekki í því að sýna af sér óæskilegar hegðanir eða geri hluti sem eru hættulegir þeim sjálfum, umhverfinu eða öðrum. Eins og Janet Lansbury segir „Too much freedom, actually makes children feel the opposite of free“. „En hvernig læra börn ef við skömmum þau ekki?“ „Hvernig læra þau annars muninn á réttu og röngu?” „Það verður að refsa börnum þegar þau gera eitthvað af sér,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir sem rekur vefinn Respectfulmom.com í sínum nýjasta pistli: 

Þetta eru algengar spurningar sem ég fæ að heyra frá fólki sem stundar „hefðbundið“ uppeldi þar sem skammir og refsingar eru það sem foreldrar notast við til þess að kenna lexíur og halda uppi aga á heimilinu. Fólk hneykslast reglulega og jafnvel hlær þegar ég segi þeim að það sé engin ástæða til þess að skamma barnið sitt, ógna, setja í brýnnar, vera ákveðinn eða refsa fyrir óæskilegar hegðanir. Það er nefnilega hægt að setja öll mörk sem við þurfum að setja, takast á við allar óæskilegar hegðanir eða reiðiköst án þess að hækka róminn eða skamma, og nei börnin okkar verða ekki stjórnlaus ... þvert á móti! 

Uppeldissérfræðingurinn Dr. Laura Markham, höfundur metsölubókanna Peaceful Parent, Happy Kids og How To Stop Yelling and Start Connecting og stofnandi ahaparenting.com, hefur síðustu 10 ár birt árlega grein sem hún segir að sé hennar mest lesna grein frá upphafi. Í þessari grein tekur Laura viðtal við uppkomin börn sín tvö um það hvaða áhrif uppeldi þar sem ekki var notast við skammir eða refsingar höfðu á börnin.

Þegar börnin eru spurð hvernig þau lærðu að haga sér vel án þess að vera refsað fyrir slæma hegðun voru svörin skýr:

„Hvernig eiga refsingar að kenna þér góða hegðun? Þær láta krakka bara vera reiða út í foreldra sína og ýta undir vanvirðingu gagnvart þeim. Af hverju ættu börn að fylgja einhverjum sem þau bera ekki virðingu fyrir?“

Spurð út í það hvað þau meintu með „að fylgja“ var svarað:

„Þú veist, að gera það sem foreldrið biður mann um. Ég þekki svo marga krakka sem áttu slæmt samband við foreldra sína svo þeir lugu, fóru á bak við og brutu reglurnar þeirra á eins marga vegu og þeir mögulega gátu. En ég vildi ekki brjóta reglurnar sem þið settuð, ég sá að þær voru sanngjarnar, af hverju ætti ég ekki að fylgja þeim?“

Þessi áhugaverða grein sýnir á einstakan hátt hugsunarhátt barna sem hafa alist upp við virðingarríkt tengslauppeldi, þar sem ríkir traust og virðing á milli barns og foreldra. Gott samband og sterk tenging býr til umhverfi þar sem barn vill vera í samvinnu við foreldra sína og vill standa sig vel, ekki til þess að þóknast heldur því að það er raunverulegt val þess.

Í RIE setjum við börnum skýr mörk með samkennd og skilningi, ró og öryggi, við reynum að standa alltaf við mörkin sem við setjum og fylgjum alltaf eftir. Við viðurkennum tilfinningar þeirra þegar þau eru ósátt eða eiga erfitt og erum að síðustu ekki hrædd við viðbrögð barnsins þegar við setjum mörk.

Ef við gerum þetta þá eru miklar líkur á því að þar vaxi barn úr grasi sem:

– Þroskar með sér sterka ábyrgðartilfinningu og sjálfsaga.

– Breytir rétt í alls konar aðstæðum vegna þess að það sjálft vill breyta rétt og standa sig vel (ekki af því að annars verði því refsað eða fær ekki að horfa á sjónvarpið)

 Vill vera í samvinnu við okkur því að það sér sanngirni í þeim mörkum sem við setjum því

– Treystir okkur 100% því það veit að við erum alltaf með því í liði og veit að við skiljum hvaðan það kemur, gefum okkur tíma til að sjá hlutina frá sjónarhorni barnsins.

– Efast ekki um það að það sé góður einstaklingur (því við höfum alltaf átt samskipti við barnið út frá þeirri staðreynd) og hagar sér þar með eftir því

– Elskar sjálft sig og veit að það er mikils virði, eins einstakt og það er.

– Kann að takast á við erfiðar tilfinningar, er ekki hrætt við það að líða illa og getur þar af leiðandi tekist á við alls konar áföll sem koma upp í lífinu á heilbrigðan hátt

Þetta eru aðeins nokkur atriði sem við getum byggt upp og styrkt hjá börnunum okkar með því að tileinka okkur nálgun eins og virðingarríkt tengslauppeldi. Það er ekki skrítið að RIE verði að ástríðu hjá svo mörgum sem kynnast þessari aðferð því að við sjáum hvað þetta virkar vel, ekki bara á börnin okkar heldur á okkur sjalf líka.

Kristín Maríella Friðjónsdóttir með börnin sín tvö.
Kristín Maríella Friðjónsdóttir með börnin sín tvö.
mbl.is