Kanadíski nýliðinn Lance Stroll setur met í Monza í dag, aðeins 18 ára gamall. Verður hann yngsti ökumaður sögunnar í formúlu-1 til að hefja keppni af fremstu rásröð.
Kanadíski nýliðinn Lance Stroll setur met í Monza í dag, aðeins 18 ára gamall. Verður hann yngsti ökumaður sögunnar í formúlu-1 til að hefja keppni af fremstu rásröð.
Kanadíski nýliðinn Lance Stroll setur met í Monza í dag, aðeins 18 ára gamall. Verður hann yngsti ökumaður sögunnar í formúlu-1 til að hefja keppni af fremstu rásröð.
Í júní varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að komast á verðlaunapall, er hann varð þriðji í Evrópukappakstrinum í Azerbaíjan.
Stroll var fjórði í tímatökunni í Monza í gær en færist upp í annað sæti vegna tæknivíta Max Verstappen og Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Þeir urðu í öðru og þriðja sæti en færast aftur eftir rásmarkinu vegna breytinga í aflrás bíla þeirra.
„Ég bjóst ekki við að ná svo langt en alltaf kemur eitthvað á óvart, þannig er kappaksturinn. Ég mun reyna gera mitt besta í keppninni en geng til hennar eins og venjulega,“ sagði Stroll eftir tímatökuna.
Mikils hefur verið vænst af Stroll allt frá því hann þótti sýna mikla hæfileika sem liðsmaður ökumannaakademíu Ferrari 2010 til 2015. Hann gekk til liðs við Williams árið 2015, eftir að hafa unnið Evrópuröðina í formúlu-3.