Sú fiskisaga gengur liðlega að tjaldabaki formúlu-1 að Mercedesliðið sé með Max Verstappen á ratsjá sinni sem framtíðar ökumaður liðsins.
Sú fiskisaga gengur liðlega að tjaldabaki formúlu-1 að Mercedesliðið sé með Max Verstappen á ratsjá sinni sem framtíðar ökumaður liðsins.
Sú fiskisaga gengur liðlega að tjaldabaki formúlu-1 að Mercedesliðið sé með Max Verstappen á ratsjá sinni sem framtíðar ökumaður liðsins.
Af því gæti ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi 2019 þar sem hann er bundinn Red Bull út næsta ár.
Þessi kvittur fékk enn frekari byr undir vængi sína í Monza um nýliðna helgi, en þar sást pabbi Verstappen, Jos, á kaffispjalli með liðsstjóranum Toto Wolff í mótorheimili Mercedes.
Jos Verstappen hefur ýtt undir orðróm þess efnis að sonur hans sé óhress með gang mála hjá Red Bull og vilji á brott úr herbúðum þess. Því þótti fundur þeirra Wolff merkilegri þótt Mercedesstjórinn vilji heldur lítið gera úr viðræðum þeirra.
„Í fyrsta lagi, þá hef ég þekkt Jos frá því hann var ökumaður. Tveir hollenskir vinir okkar heimsóttu okkur og við Niki [Lauda] buðum þeim í kaffi,“ sagði Wolff um fundinn við sjónvarpsstöðina Sky.
Spurður hvort líta mætti á fundinn sem tákn um áhuga Mercedes á Max, svaraði Wolff: „Augljóslega ekki á næsta ári en þá er hann bundinn öðrum. Eftir það er hann nafn sem tvímælalaust er til skoðunar. Max er ein af framtíðarstjörnum formúlunnar, en þær eru fleiri, svo sem Valtteri [Bottas], Daniel [Ricciardo] og Esteban Ocon.“