Fernando Alonso yrði „afar líklega“ um kyrrt hjá McLaren skipti liðið yfir á vélar frá franska bílsmiðnum Renault á næsta ári. Fljótlega er búist við tíðindum af Alonso og hvort McLaren verði áfram með Hondavélar eða skipti yfir á Renaultvélar.
Fernando Alonso yrði „afar líklega“ um kyrrt hjá McLaren skipti liðið yfir á vélar frá franska bílsmiðnum Renault á næsta ári. Fljótlega er búist við tíðindum af Alonso og hvort McLaren verði áfram með Hondavélar eða skipti yfir á Renaultvélar.
Fernando Alonso yrði „afar líklega“ um kyrrt hjá McLaren skipti liðið yfir á vélar frá franska bílsmiðnum Renault á næsta ári. Fljótlega er búist við tíðindum af Alonso og hvort McLaren verði áfram með Hondavélar eða skipti yfir á Renaultvélar.
Frá þessu segir liðsstjórinn Zak Brown en hann segir það myndi verða auðveldar að fá hann til að keppa áfram fyrir McLaren takist liðinu að verða sér úti um franskar vélar í bíla sína á næsta ári í stað japanskra. Virðist takmörkuð trú ríkja á að Honda geti smíðað áreiðanlega og samkeppnisfæra vél, a.m.k. ekki á næstu misserum.
Hondastjórinn Yusuke Hasegawa sagði í síðustu viku að kýrljóst væri að Alonso vildi ekki lengur keyra með Hondavélar í bílnum. Því aðeins yrði hann áfram, að Honda tækist að sýna fram á miklar framfarir.
„Svo virðist sem ég snæði morgunverð ansis oft með Fernando . . . hann elskar liðið, hann er ástríðufullur sem aldrei fyrr í keppni. Hann vill vera í formúlu-1 og vill að við verðum samkeppnisfærari,“ segir Brown.
Hann segist ekki útiloka að Alonso, McLaren og Honda haldi áfram samstarfi. „Við skoðum þessi mál betur í vikunni. Ég myndi ekki segja að það væri fyrirfram ljóst að hann hvrefi héðan verðum við áfram með Hondavélar.“
Í ljósi samninga sinna við Renault hefur Red Bull neitunarvald varðandi ákvarðanir um hvaða lið fái vélar frá Renault. Hann gefur til kynna að því yrði ekki beitt. Til hans sást yfirgefa mótorheimili McLaren að tjaldabaki í Monza í gærmorgun. Í vandræðum sínum hefur McLaren leitað fyrir sér um skipti; að Toro Rosso fái Hondavélar í bíla sína á næsta ári og greiði þannig fyrir að McLaren geti fengið Renaultvélar.
Renault sér eigin liði fyrir vélum og einnig Red Bull og Toro Rosso. Kveðst franski bílsmiðurinn ekki vilja leggja fleiri liðum til vélar og því gæti hnúturinn leystst með skiptum McLaren og Toro Rosso.