Williamsstjórinn úr leik í bili

Formúla-1/Williams | 4. september 2017

Williamsstjórinn úr leik í bili

Claire Williams mun ekki stýra liði sínu það sem eftir er vertíðar þar sem hún á von á sér á næstu vikum. Verður drengur sá fyrsta barn hennar en hún er 41 árs að aldri.

Williamsstjórinn úr leik í bili

Formúla-1/Williams | 4. september 2017

Claire Williams stjórnar Williamsliðinu.
Claire Williams stjórnar Williamsliðinu. AFP

Claire Williams mun ekki stýra liði sínu það sem eftir er vertíðar þar sem hún á von á sér á næstu vikum. Verður drengur sá fyrsta barn hennar en hún er 41 árs að aldri.

Claire Williams mun ekki stýra liði sínu það sem eftir er vertíðar þar sem hún á von á sér á næstu vikum. Verður drengur sá fyrsta barn hennar en hún er 41 árs að aldri.

Claire Williams er dóttir aðaleiganda Williamsliðsins, Sir Frank Williams. Hún hefur stjórnað liðinu með föður sínum um nokkurra ára skeið. Hún yfirgefur stjórastólinn í kjölfar kappakstursins í Monza um helgina.

Hún segist munu þó áfram sinna starfinu eins og hægt verður sitjandi við tölvur á heimili sínu í Englandi.

mbl.is