„Umbjóðandi minn krefst þess að Símon Sigvaldason dómari víki sæti við endurtekna meðferð málsins,“ sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem munnlegur málflutningur fer fram í svonefndu Stím-máli, en Óttar er verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis banka, sem er einn ákærðra í málinu.
„Umbjóðandi minn krefst þess að Símon Sigvaldason dómari víki sæti við endurtekna meðferð málsins,“ sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem munnlegur málflutningur fer fram í svonefndu Stím-máli, en Óttar er verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis banka, sem er einn ákærðra í málinu.
„Umbjóðandi minn krefst þess að Símon Sigvaldason dómari víki sæti við endurtekna meðferð málsins,“ sagði Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem munnlegur málflutningur fer fram í svonefndu Stím-máli, en Óttar er verjandi Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis banka, sem er einn ákærðra í málinu.
Þrír sakborningar í málinu voru dæmdir í fangelsi í desember árið 2015, frá 18 mánuðum upp í 5 ár. Málið er eitt af hinum svokölluðu hrunmálum og tengist 20 milljarða króna láni bankans til félagsins Stím til kaupa hlutabréfa í Glitni og FL Group, en FL var á þessum tíma stærsti hluthafi Glitnis.
Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms í málinu snemma í sumar en rétturinn vísaði til þess að Sigríði Hjaltested, dómara í málinu, hafi brostið hæfi til að dæma í málinu. Sigríður sagði sig frá öðru hrunmáli sem Hæstiréttur segir hliðstætt þessu máli. Það gerði hún vegna tengsla þess við fyrrverandi eiginmann sinn og barnsföður.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að Sigríður hafi á þeim tíma sem hún dæmdi í Stím-málinu vitað um stöðu fyrrverandi eiginmanns síns. Stuttu áður en dómur féll í Stím-málinu var önnur ákæra gefin út gegn stjórnendum Glitnis í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli bankans. Sagði Sigríður sig frá því þar sem hana skorti hæfi til að dæma í málinu og vísaði hún til þess að eiginmaður sinn hafi verið starfsmaður bankans og með stöðu sakbornings í öðrum málum.
Vakti þetta athygli verjanda í Stím-málinu sem komu tengslunum á framfæri við ríkissaksóknara sem sagðist ekki telja þetta ástæðu til að fara fram á ógildingu. Gerðu verjendur það því fyrir Hæstarétti þegar málið var tekið þar fyrir.
Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, sagði það eina af kröfum umbjóðenda síns sem sneri að því að Símon skyldi víkja sæti í málinu. Hann hafi ekki upplýst verjanda um stöðu Sigríðar en hún hafi sérstaklega upplýst hann um stöðu mála.
„Með þessu stuðlaði dómsformaður að því að vanhæfur dómari tók þátt í máli gegn umbjóðenda mínum og kvað upp áfellisdóm yfir honum,“ sagði Óttar og bætti við að málsmeðferðin hefði verði haldin svo miklum annmörkum í fyrra skiptið að ómögulegt væri að sömu dómarar myndu dæma aftur.
„Umbjóðandi minn á erfitt með að sjá að hann eigi nokkurn möguleika við endurtekið mál ef tveir af þremur dómurum sem dæmdu í héraði sitja þar aftur,“ sagði Óttar.
Enn fremur bætti hann því við að dómarinn hefði þrívegis áður dæmt Lárus sekan í öðrum málum. Í einu þeirra hefði hann verið sýknaður í Hæstarétti, annað málið hefði verið ómerkt og þriðja bíði þess að verða tekið fyrir í Hæstarétti.
„Erfitt er að útiloka að þessi fjöldi mála torveldi dómara að líta hlutlaust á málin. Enginn á að sætta sig við að niðurstaða í máli hans sé fyrirfram ráðin.“