Þing Íraks greiddi í dag atkvæði gegn áformum leiðtoga Kúrda í landinu að halda ráðgefandi þjóðaratkvæði í lok þessa mánaðar um sjálfstæði Kúrdistans.
Þing Íraks greiddi í dag atkvæði gegn áformum leiðtoga Kúrda í landinu að halda ráðgefandi þjóðaratkvæði í lok þessa mánaðar um sjálfstæði Kúrdistans.
Þing Íraks greiddi í dag atkvæði gegn áformum leiðtoga Kúrda í landinu að halda ráðgefandi þjóðaratkvæði í lok þessa mánaðar um sjálfstæði Kúrdistans.
Fram kemur í frétt AFP að þjóðaratkvæðið, sem til stendur að halda 25. september, mæti mikilli andstöðu bæði frá ráðamönnum í Tyrklandi og Íran sem óttast að kosningin gæti verið vatn á myllu kúrdíska minnihlutans innan þeirra landamæra.
Þá hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýnt þjóðaratkvæðið. Gagnrýnisraddir hafa að sama skapi heyrst innan úr röðum Kúrda í Írak sem óttast að kosningin gæti beint athyglinni frá baráttunni gegn vígamönnum íslamista.
Hersveitir Kúrda hafa gegnt lykilhlutverki í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams en samtökin lögðu undir sig stór svæði í Írak árið 2014. Kúrdíska þingið hyggst koma saman á fimmtudaginn í fyrsta sinn í tvö ár og greiða atkvæði um þjóðaratkvæðið.