Porsche hefur lýst áhuga á þátttöku í formúlu-1 sem vélaframleiðandi. Nú hefur hins vegar kvisast út að þýski sportbílasmiðurinn sé að skoða möguleikann á að kaupa hreinlega lið Red Bull.
Porsche hefur lýst áhuga á þátttöku í formúlu-1 sem vélaframleiðandi. Nú hefur hins vegar kvisast út að þýski sportbílasmiðurinn sé að skoða möguleikann á að kaupa hreinlega lið Red Bull.
Porsche hefur lýst áhuga á þátttöku í formúlu-1 sem vélaframleiðandi. Nú hefur hins vegar kvisast út að þýski sportbílasmiðurinn sé að skoða möguleikann á að kaupa hreinlega lið Red Bull.
Hermt er að mikil alvara sé í málinu af hálfu Porsche sem gæti með kaupum mætt til leiks undir eigin merkjum í formúluna árið 2021.
Í júlí sl. sagðist Porsche ætla draga sig út úr heimsmeistarakeppninni í þolakstri í flokki frumgerðarbíla, LMP1 þar sem fyrirtækið ætlaði að einbeita sér að rafbílaformúlunni frá og með 2019.
Fjármálastjóri Porsche, Lutz Meschke, segir að áform um að taka í notkun V6-vélar með tveimur forþjöppum falli mjög að starfsemi fyrirtækisins. „Það þarf að draga úr kostnaði við formúlu-1 og þessi vél er góð leið til þess,“ segir hann.