Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin dagana 28. september til 8. október.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin dagana 28. september til 8. október.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin dagana 28. september til 8. október.
Hátíðin hefur fengið til sín úrval góðra heimildamynda til sýningar og þar af fjölmargar verðlaunamyndir af virtum hátíðum, en þar ber fremstar að nefna: Bobbi Jene, Communion, The Grown Ups, City of the Sun og Loving Lorna.
Einnig verður sýnd kvikmyndin Meeting Snowden eftir Flore Wasseur þar sem leynilegur fundur aðgerðasinnanna Birgittu Jónsdóttir þingkonu og Larry Lessig prófessors við Snowden á hótelherbergi í París var tekinn upp og áhorfandinn verður þátttakandi í samtali um hnignun og framtíð lýðræðis.
Heimildamyndin Bobbi Jene var valin besta heimildamyndin á hinni virtu Tribeca-hátíð í New York. Í Bobbi Jene eftir Elviru Lind segir frá dansaranum sem hefur búið í Tel Aviv seinustu 10 ár þegar hún ákveður að flytja aftur til Bandaríkjanna og verða sjálfstæð listakona. Þá kemur aðlaðandi yngri dansari frá Jerúsalem í dansflokkinn og Bobbi verður yfir sig ástfangin.
Loving Lorna er sænsk heimildarmynd eftir tvíburasysturnar Jessicu og Anniku Karlsson. Þær segja þroskasögu 17 ára unglingsstúlku úr úthverfi Dublin sem elskar hesta og dreymir um að verða járningamaður í leit að sinni réttu hillu og hamingjunni. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín og var tilnefnd sem besta heimildamyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.
Leikstjóri heimildamyndarinnar Communion, Anna Zamec, kennir okkur að engin mistök eru varanleg, sérstaklega þegar ástin er annars vegar. Myndin, sem hefur verið lýst sem hraðnámskeiði í að fullorðnast, vann til verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í München.
Í heimildamynd Maite Alberdi, The Grown Ups, dreymir vinahóp með Downs-heilkennið um að fullorðnast. Þau hafa gengið í sama skóla í 40 ár, en nú eru kennararnir og foreldrar horfnir á braut og þau þurfa að finna leið til að sjá fyrir sér sjálf og ná fimmtugsafmælinu. Myndin hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Miami.
Fleiri heimildamyndir eru á dagskrá hátíðarinnar. City of the Sun fjallar um drauma og örlög í námubæ. The Girl Down Loch Änzi er um stúlku sem er heltekin af svissneskri þjóðsögu um dularfulla stúlku sem leggur álög á fólk, og Maison du Bonheur segir frá Julianne Sellam, 77 ára stjörnufræðingi í París.