Íslenska barnafatamerkið iglo+indi, í samstarfi við barnavöruverslunina Tinderbox, opnaði verslun í gær, búð í búð, í nýrri verslun Tinderbox í Glasmagasinet í miðborg Óslóar. Glasmagasinet opnaði í gær með pomp og prakt eftir miklar endurgerðir og er iglo+indi með í fjörinu.
Íslenska barnafatamerkið iglo+indi, í samstarfi við barnavöruverslunina Tinderbox, opnaði verslun í gær, búð í búð, í nýrri verslun Tinderbox í Glasmagasinet í miðborg Óslóar. Glasmagasinet opnaði í gær með pomp og prakt eftir miklar endurgerðir og er iglo+indi með í fjörinu.
Íslenska barnafatamerkið iglo+indi, í samstarfi við barnavöruverslunina Tinderbox, opnaði verslun í gær, búð í búð, í nýrri verslun Tinderbox í Glasmagasinet í miðborg Óslóar. Glasmagasinet opnaði í gær með pomp og prakt eftir miklar endurgerðir og er iglo+indi með í fjörinu.
Tinderbox rekur sjö verslanir í Danmörku og þetta er fyrsta verslunin í Noregi. Vörur iglo+indi munu einnig vera seldar í verslun Tinderbox í Frederiksberg í Kaupmannahöfn fyrir lok mánaðarins. Önnur merki sem seld eru í Tinderbox eru m.a. Gucci, Kenzo, Burberry, Mini Rodini og Ralph Lauren.
„Við höfum fengið frábærar viðtökur við nýju haust-/vetrarlínunni. Fallegir og mjúkir kjólar og peysur úr lífrænni bómull eru vinsælustu vörurnar okkar en nýju úlpurnar og útigallarnir, gjafasettin, sokkabuxurnar og smekkbuxurnar hafa líka staðið upp úr.
Neytendur eru meðvitaðri um mikilvægi þess að framleiðsla og efni séu unnin með sjálfbærni að leiðarljósi. Vörur okkar eru framleiddar í Portúgal, í verksmiðjum sem eru í fjölskyldueigu, þar sem passað er að aðstæður og kjör séu til fyrirmyndar,“ segir Helga Ólafsdóttir, yfirhönnuður og eigandi iglo+indi.
Hún segir að það sé mikill heiður að sjá iglo+indi við hliðina á virtum alþjóðlegum merkjum eins og Gucci, Kenzo og Burberry. „Þetta er viðurkenning fyrir gæðin og hönnunina sem einkenna vörur iglo+indi. Það er auðvitað kostnaðarsamt að framleiða í sömu verksmiðjum og mörg af þeim merkjum en við leggjum áherslu á gæði og skemmtilega hönnun umfram magn. Stuðningurinn frá íslenskum neytendum er ómetanlegur. Ég veit ekkert skemmtilegra en að heyra um iglo+indi-föt sem hafi gengið á milli barna og þegar börn kjósa sjálf að vera í iglo+indi-fötum þar sem þeim finnst fötin vera skemmtileg og þægileg,“ segir Helga Ólafsdóttir en iglo+indi verður 9 ára í haust.