Renaultliðið var að staðfesta í þessu að það hefði ráðið Carlos Sainz sem ökumann í stað Jolyon Palmer frá og með upphafi næstu keppnistíðar, 2018.
Renaultliðið var að staðfesta í þessu að það hefði ráðið Carlos Sainz sem ökumann í stað Jolyon Palmer frá og með upphafi næstu keppnistíðar, 2018.
Renaultliðið var að staðfesta í þessu að það hefði ráðið Carlos Sainz sem ökumann í stað Jolyon Palmer frá og með upphafi næstu keppnistíðar, 2018.
Sainz er 23 ára og á að baki 53 mót í formúlu-1 frá því hann hóf keppni með Toro Roso í Melbourne 2015. Hefur hann unnið alls 100 stig í keppni en besti árangur hans í keppni er að hafa komið fjórum sinnum á mark í sjötta sæti.
Áður en hann gekk til liðs við formúlu-1 varð Sainz meistari í Formula Renault 3.5 seríunni árið 2014. Einnig varð hann meistari í Formula Renault 2.0 2011. Hann er sonur margfalds heimsmeistara í ralli, Carlos Sainz eldri.