43 manns voru í dag dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar eftir að dómur féll í hópréttarhöldum í Egyptalandi í dag. Hundruð manna til viðbótar fengu áralanga dóma að því er greint er frá á fréttavef BBC.
43 manns voru í dag dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar eftir að dómur féll í hópréttarhöldum í Egyptalandi í dag. Hundruð manna til viðbótar fengu áralanga dóma að því er greint er frá á fréttavef BBC.
43 manns voru í dag dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar eftir að dómur féll í hópréttarhöldum í Egyptalandi í dag. Hundruð manna til viðbótar fengu áralanga dóma að því er greint er frá á fréttavef BBC.
Tæplega 500 manns voru ákærð fyrir glæpi vegna óeirðanna sem fylgdu í kjölfar þess að Mohammed Morsi forseta Egyptalands var steypt af stóli 2013.
300 af þeim sem réttað var yfir í dag fengu fangelsidóma á sem eru á bilinu 5-15 ára langir.
54 voru sýknaðir af ákærunum, m.a. hinn írski Ibrahim Halawa. Halawa var 17 ára þegar hann var handtekinn og segist hafa sætt pyntingum þau fjögur ár sem hann hefur setið í fangelsi.
Bandaríkjamaðurinn Ahmed Etiwy, er í hópi þeirra sem hluti 5 ára dóm.
Ákærurnar voru sakborningarnir voru ákærðir um voru fyrir fjölbreytt úrval brota, m.a. fyrir morð á 44 einstaklingum, innbrot í mosku og fyrir að vera með skotvopn í fórum sínum.
Hundruð mótmælenda og tugir öryggislögreglumanna létust þegar öryggislögreglan stöðvaði mótmælafundi sem handnir voru til stuðnings Morsi. Yfirvöld hófu mánuðina á eftir herferð gegn stuðningsmönnum forsetans fyrrverandi og samtakanna Múslímska bræðralagsins, sem forsetinn var félagi í og sem yfirvöld í Egyptalandi skilgreindu í kjölfarið sem hryðjuverkasamtök.
Þúsundir manna hafa verið handteknar eftir að Morsi var steypt af stóli.
Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sagt hópréttarhöldin vera „fullkomlega smánarlega“ sýndaraðgerð. Segja samtökin að úr hópi 330 þeirra sem ákærðir voru, sé aðeins að finna sannanir gegn tveimur þeirra.