Kosningarnar í fyrra kostuðu 350 milljónir

Stjórnarsamstarfi slitið | 19. september 2017

Kosningarnar í fyrra kostuðu 350 milljónir

Undirbúningur er þegar hafinn fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. og fer á fullt þegar dagsetning kjördags liggur fyrir, segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins.

Kosningarnar í fyrra kostuðu 350 milljónir

Stjórnarsamstarfi slitið | 19. september 2017

Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna Alþingiskosninganna 2016.
Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna Alþingiskosninganna 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirbúningur er þegar hafinn fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. og fer á fullt þegar dagsetning kjördags liggur fyrir, segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins.

Undirbúningur er þegar hafinn fyrir alþingiskosningarnar 28. október nk. og fer á fullt þegar dagsetning kjördags liggur fyrir, segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins.

Að sögn Jóhannesar var bókaður kostnaður vegna alþingiskosninganna árið 2016 nálægt 350 milljónum, eða nákvæmlega 349.187.638 krónur. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna næstu kosninga verði meiri, segir í Morgunblaðinu í dag.

Um leið og tilkynnt hefur verið um þingrof getur undirbúningur kosninganna hafist, þar á meðal kosning utan kjörfundar. Dómsmálaráðuneytið annast framkvæmd hennar hér innanlands. Kosning utan kjörfundar getur samkvæmt lögum hafist átta vikum fyrir kjördag en að þessu sinni verður tíminn skemmri.

mbl.is