Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

Stjórnarsamstarfi slitið | 20. september 2017

Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir.

Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

Stjórnarsamstarfi slitið | 20. september 2017

Formenn þingflokkana funda núna á Alþingi.
Formenn þingflokkana funda núna á Alþingi. mbl.is/Eggert

Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir.

Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir.

Blaðamaður mbl.is náði tali af Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, rétt fyrir fundinn. Hann sagði erfitt að segja til um hvort fundurinn kæmi til með að skila einhverri niðurstöðu.

„Ég bara veit það ekki. Það fer eftir því hvernig málin koma frá forseta þingsins,“ segir hann, en engar umræður hafa sér stað á milli formanna flokkanna, frá síðasta fundi, um þau mál sem þingmenn vilja helst leggja áherslu á. Breytingar á stjórnarskrá voru ræddar á fundi í gær og er það mál komið í farveg að sögn Loga.

„Það lá ekkert annað fyrir eftir síðasta fund. Hún fór með málin í sinn farveg. Kannaði stöðuna hjá ráðuneytum, lögmönnum og fleirum sem þurfa að koma að svona málum. Það kemur bara í ljós,“ segir Logi og vísar þar til Unnar Brár Konráðsdóttur, forseta Alþingis.

Aðspurður hvort hann búist við löngum fundi svarar hann: „Það fer allt eftir því hvernig málin verða. Þetta getur orðið langt og getur orðið stutt . Ef þetta er stutt þá lítur þetta betur út.“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, var á hraðferð á fundinn og sagðist ekkert geta sagt til um lengd hans.

Aðspurður hvort líkur væru á því að fundurinn kæmist að einhverri niðurstöðu segir hann: „Til þess fundar maður, ég ætla ekkert spá fyrir um það fyrir fundinn. Tökum fundinn fyrst og sjáum síðan hvernig honum gengur.“

Fram kom á fund­i formanna flokkanna á mánu­dag að meðal þeirra mála sem þing­menn vilja leggja áherslu á að ná sam­stöðu um eru breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um, lög­fest­ing á not­end­a­stýrðri per­sónuþjón­ustu, NPA, ásamt breytingum á stjórnarskrá.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Hanna
mbl.is