„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

Stjórnarsamstarfi slitið | 20. september 2017

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016.

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

Stjórnarsamstarfi slitið | 20. september 2017

Bjarni Benediktsson kemur með þingrofsskjalið á mánudag í möppu með …
Bjarni Benediktsson kemur með þingrofsskjalið á mánudag í möppu með skjaldarmerki ríkisins. Fréttamenn voru forvitnir um innihaldið. mbl.is/Árni Sæberg

Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016.

Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016.

Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér var ekki talin þörf á sérstakri tösku undir eitt stykki þingrofsbréf. Venjuleg mappa nægði alveg. Sem kunnugt er skrifaði Guðni Th. Jóhannesson undir bréfið eins og venjan er og síðdegis sama dag las Bjarni Benediktsson upp á Alþingi forsetabréf um þingrof og kosningar.

Ólafur Ragnar nefndi eftir fundinn með Sigmundi í fyrra að embættismenn úr forsætisráðuneytinu hefðu komið með þingrofsskjölin í „ríkisráðstöskunni“. Hann tjáði Morgunblaðinu að embættismennirnir, það er að segja Ragnhildur Arnljótsdóttir og Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri, hefðu beðið frammi í eldhúsi með þingrofsskjölin til undirritunar.

mbl.is