Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að samtali milli flokksformanna og forseta Alþingis verði haldið áfram. Unnur er bjartsýn á að hægt sé að ná samstöðu um einhvern mál en ólíklegt þykir að þingfundur verði boðaður í þessari viku.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að samtali milli flokksformanna og forseta Alþingis verði haldið áfram. Unnur er bjartsýn á að hægt sé að ná samstöðu um einhvern mál en ólíklegt þykir að þingfundur verði boðaður í þessari viku.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að samtali milli flokksformanna og forseta Alþingis verði haldið áfram. Unnur er bjartsýn á að hægt sé að ná samstöðu um einhvern mál en ólíklegt þykir að þingfundur verði boðaður í þessari viku.
„Við erum enn að vinna í ákveðnum málum til að kanna hvort við getum náð saman um að afgreiða einhver mál fyrir þingfrest,“ segir Unnur, en formenn allra þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi áttu fund með henni á Alþingi fyrr í dag þar sem reynt var að ná samkomlagi um hvernig eigi að ljúka þingstörfum.
Eins og staðan er núna er eini þingfundurinn á dagskrá settur 28. október, þar sem þingi verður frestað og Íslendingar ganga að kjörborðinu. „Við erum ennþá bara að skoða hvað sé hægt að ná samkomulagi um og á meðan að sú vinna er í gangi borgar sig að segja sem minnst og halda áfram að vinna,“ segir Unnur.
Formenn allra flokka ganga á fund forseta Alþingis að nýju eftir hádegi á föstudaginn og segir Unnur að þar verði athugað hvort hægt sé að taka einhverjar ákvarðanir.