Björt framtíð mætti ekki

Uppreist æru | 21. september 2017

Björt framtíð mætti ekki á fund með umboðsmanni

Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. 

Björt framtíð mætti ekki á fund með umboðsmanni

Uppreist æru | 21. september 2017

Í gær sagði þingmaður það stærsta mál næstu ríkisstjórnar að …
Í gær sagði þingmaður það stærsta mál næstu ríkisstjórnar að fara í meiri háttar úttekt á íslenskri stjórnsýslu vegna málsins. mbl.is/Eggert

Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. 

Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. 

„Við vorum einmitt að ræða þetta áðan. Ég get ekki fullyrt það en það hefur annaðhvort klúðrast að boða okkur eða þá að samskipti okkar á milli hafi eitthvað klúðrast. Við vorum bara inni í þingflokksherbergi þegar fundinum var að ljúka. En mig grunar að hugsanlega hafi bara eitthvað misfarist,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og upplýsingafulltrúi Bjartrar framtíðar. 

Aðspurð hvort fundurinn hafi ekki verið settur á dagskrá hjá þinginu segist Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, ekki þekkja það nákvæmlega. „Ég sit ekki á þingi og þekki ekki alveg hvernig þetta virkar en þó veit ég það að við eigum ekki fulltrúa í þessari nefnt. Hvort það hafi verið hnippt í þau eða ekki veit ég ekki en þetta kom okkur alla vega öllum á óvart. Við vorum talsvert svekkt að missa af þessu.“

Stærsta mál næstu ríkisstjórnar

Á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með Sigríði Andersen dómsmálaráðherra í gær lýsti Theódóra Þorsteinsdóttir afstöðu Bjartrar framtíðar vegna málsins í lok fundar. „Það er búið að ræða þetta mál hér fram og til baka og líka úti í þjóðfélaginu, ég er eiginlega miður mín yfir viðbrögðunum. Það eru mjög ólík viðmið milli manna og miðað við þann lapsus í framkvæmd eins og ráðherra orðaði hér og vélrænu afgreiðslu sem ráðherra lýsir í framkvæmd og lögum þá er það mín skoðun að það verði stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar, hver sem hún verður, að fara í meiri háttar úttekt á íslenskri stjórnsýslu,“ sagði Theódóra í lok fundarins. 

Uppfært

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra var spurður um fjarveru Bjartrar framtíðar á fundinum í kvöldfréttum RÚV en þar sagði hann að áheyrnarfulltrúi hefði ekki mætt vegna þess að Theódóra hefði ekki komist á fundinn. Þá vísaði hann til þess að flokkurinn hefði fáa þingmenn og það gæti verið erfitt að fylgjast með öllum málum með lítinn þingflokk og tvo ráðherra.

mbl.is