Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is.
„Við erum búin að vera að vinna að þessari endurskoðun í ráðuneytinu og ég hef kynnt mína sýn á þetta mál sem felst í því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru, en um leið skýra með hvaða hætti menn öðlist aftur borgararéttindi sem í raun er þetta óflekkað mannorð,“ segir Sigríður.
Fram hefur komið að afnám uppreistar æru hafi áhrif á fjölda laga og segir Sigríður þeirri vinnu við að gera nauðsynlegar breytingar á þeim ekki vera lokið.
„Ég mun þó leggja fram frumvarp sem er mikilvægt skref í þessa átt.“
Spurð hvort að hún sé bjartsýn á að þingið taki vel í frumvarpið segir hún: „Ég hef ekki heyrt annað en það sé samstaða um að þessu þurfi að breyta.“
Hún hafi lýst á fundum fastanefnda þingsins og á opinberum vettvangi sinni sýn á hvernig heppilegast sé að gera það. „Ég hef ekki heyrt neinar aðrar hugmyndir, þannig að ég á ekki von á öðru en að það geti náðst samstaða um þetta skref sem ég tel rétt að taka.“