Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um,“ sagði Bjarni.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um,“ sagði Bjarni.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um,“ sagði Bjarni.
„Ég myndi vilja vinna að því að þingið þyrfti bara að koma saman og svo væri hægt að ganga til kosninga en svo eru aðrir sem vilja berjast fyrir einstaka málum og það getur orðið mjög flókið að ljúka þinginu þegar þannig er.“
Spurður út í tillögu hans um breytingu stjórnarskrárinnar sagði hann að þeim hafi upphaflega verið tekið vel. Tillögur hans snúist um verklag og engin efnisatriði séu í þeim. „Mér sýnist að það sé að fjara undan því öllu saman,“ sagði hann og bætti við að verið sé að ræða hvort eitthvað gerist varðandi stjórnarskrána fyrir kosningarnar. Sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að ekki eigi að hrófla við stjórnarskránni fyrir kosningar.
Bjarni vill að ákveðið verði hvaða greinar í stjórnarskránni verði teknar til skoðunar og þeirri vinnu verði haldið áfram. „Mér finnst þetta með breytingaákvæði vera að fresta þeirri umræðu. Við höfum gert það einu sinni, það skilaði engu og núna verða menn að gera það upp við sig, ætla menn að ná samstöðu um að breyta hvaða greinum og hvernig.“
Spurður hvort hann sé vongóður eða bjartsýnn á að málin verði kláruð fyrir kosningar, sagði Bjarni: „Ef ég réði þessu öllu myndum við klára hérna á þriðjudaginn.“