226 myndir frá 43 löndum á RIFF

RIFF | 25. september 2017

226 myndir frá 43 löndum á RIFF

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður sett í fjórtánda sinn á fimmtudaginn og mun hún standa til sunnudagsins 8. október.

226 myndir frá 43 löndum á RIFF

RIFF | 25. september 2017

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, kynnir hátíðina á blaðamannafundi.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, kynnir hátíðina á blaðamannafundi. mbl.is/Golli

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður sett í fjórtánda sinn á fimmtudaginn og mun hún standa til sunnudagsins 8. október.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður sett í fjórtánda sinn á fimmtudaginn og mun hún standa til sunnudagsins 8. október.

Myndir verða sýndar hvaðanæva úr heiminum frá 43 löndum allt frá Kirgistan til Kanada og Kólumbíu, 86 kvikmyndir í fullri lengd, 68 stuttmyndir, auk fjölda annarra meðal annars í barnadagskrá, samtals 226 myndir, að því er kom fram á blaðamannafundi vegna hátíðarinnar í dag.

„Við erum við stolt af að kynna 27 frumsýningar á nýjum íslenskum myndum og 64 kvenleikstjóra. Dagskráin er gríðarlega fjölbreytt og allir geta fundið fjölmargt við sitt hæfi því RIFF er fyrir alla, konur og karla, sérfræðinga, almenning, Íslendinga sem útlendinga," segir í tilkynningu. 

Starfsfólk RIFF í ár.
Starfsfólk RIFF í ár. mbl.is/Golli

Sýningarstaðir að þessu sinni eru Háskólabíó og Norræna húsið en RIFF mun einnig sýna myndir um alla borg, m.a Loft, Stúdentakjallaranum og Marina Slipp en einnig í einni stofnleið strætó. Opnunarmyndin Vetrarbræður verður sýnd í Háskólabíói og í framhaldi mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri formlega setja hátíðina í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.

„Opnunarhófið verður hið glæsilegasta, sýning á verkum Pierre Coulebeuf og gjörningur Ernu Ómars og Íslenska dansflokksins er meðal þess sem er á dagskrá. Lokamynd RIFF er Borg vs. McEnroe sem sýnd verður í Háskólabíói,” segir í tilkynningunni.

Miðasala er hafin á riff.is, á Hlemmur Square og í Háskólabíói

Undanfarin ár hafa hátt í 30.000 gestir sótt myndir á hátíðinni en í ár starfa 27 starfsmenn að RIFF þegar mest lætur og um 70 sjálfboðaliðar taka þátt í starfi hennar.

mbl.is