Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Flokkarnir tveir setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá þingfundar sem boðaður verður á morgun. Flokkarnir styöja samkomulagið þrátt fyrir aö vera ekki aðilar að því.
Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Flokkarnir tveir setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá þingfundar sem boðaður verður á morgun. Flokkarnir styöja samkomulagið þrátt fyrir aö vera ekki aðilar að því.
Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Flokkarnir tveir setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá þingfundar sem boðaður verður á morgun. Flokkarnir styöja samkomulagið þrátt fyrir aö vera ekki aðilar að því.
Formenn allra flokka funduðu með forseta Alþingis í dag og var þetta niðurstaða eftir töluvert erfiða fæðingu og mikil fundahöld. Búist er við að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun.
Málin sem náðist samkomulag um að setja á dagskrá eru frumvarp um brottfall ákvæðis um uppreist æru, frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum, frumvarp um breytingar á útlendingalögum, sem flutt verður af formönnum flokka sem það styðja, kosið verður um nýja fulltrúa í endurupptöku- og fullveldisnefnd, velferðarnefnd mun ræða um NPA-frumvarp með það að markmiði að hægt verði að gera frumvarp að lögum á nýju þingi, verði vilji til þess, og að lokum verður lögð fram tillaga um frestun þingfundar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinní fyrsta lagi ekki geta samið frá sér réttinn til að leggja fram eða styðja tillögu um breytingarákvæði á stjórnarskrá. „Við getum ekki sætt okkur við að meirihluti þingsins fái ekki að breyta ákvæði í stjórnarskrá. Við getum heldur ekki sætt okkur við það að okkur sé stillt upp við vegg og að börn í vanda séu notuð sem skiptimynt,“ segir Logi og á þar við stúlkurnar Haniye og Mary sem Samfylkingin lagði til að veittur yrði ríkisborgararéttur.
„Við settum mál á dagskrá um veitingu ríkisborgararéttar sem hefur orðið til þess að það er farsæl lausn í því mál, eins langt og hún nær.“ Logi segir hins vegar þurfa að vinna þá mál betur strax eftir kosningar, enda sé aðeins um bráðabirgðaúrræði að ræða, þar sem brottvísunum verður frestað fram yfir kosningar.
Logi segir Samfylkinguna engu að síður verða flutningsmenn að málunum og hann segist sáttur við að þessi ákveðnu mál hafi komist á dagskrá.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tók við af Katrínu Jakobsdóttur, formanni flokksins, á fundinum þegar hún þurfti frá að hverfa. Flokkurinn stendur að samkomulaginu en Svandís segist engu að síður hafa viljað sjá niðurstöðu sem varðaði breytingatillögu á stjórnarskrá.
„Katrín lagði fram málamiðlunartillögu í dag, sem gerði ráð fyrir 25 prósenta þröskuldi. Það var hófleg tillaga sem náði öllum um borð nema Sjálfstæðisflokknum og það er ástæðan fyrir því að það verður ekki niðurstaðan. Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér ekki til að fara þá varfærnu leið.“ Hún segir þau ánægðust með að búið sé að koma börnum hælisleitenda í skjól, að ákvæði um uppreist æru verði fellt út og að NPA-frumvarp fari í þolanlegan farveg, eins og hún orðar það.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir gott að menn hafi náð að gera málamiðlanir. Hann segir það hafa verið töluvert erfiða fæðingu að ná þessu samkomulagi. „Þetta er minnsti samnefnari sem hægt var að sætta sig við. Það var mikilvægt mál sem við settum á oddinn, NPA – notendastýrð persónuleg aðstoð, sem okkur hefur fundist óljóst af hverju ekki fer í gegn, en það verður haldinn fundur í velferðarnefnd til að fara yfir það mál. Það verður þá vonandi auðveldara að eiga við það í framhaldinu.“
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sem sat fundinn í fjarveru Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins, segist ánægð með að verið sé að ljúka þinginu með sóma. „Ég vona að okkur takist að ljúka þessu með reisn. Við lögðum okkur öll fram, þetta er niðurstaðan og svo klárum við með sóma.“
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók sæti á fundinum eftir að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, þurfti frá að hverfa. Hann segir að legið hafi fyrir að ljúka þyrfti þingstörfum og þetta hafi verið ákveðin leið til þess.
„Við erum að vona að með þessu samkomulagi takist okkur að klára málin á morgun svo við getum farið í kosningabaráttu af fullum krafti. Okkur finnst það lykilatriði þegar svo skammt er til kosninga.“
Hann segir hafa verið viðraðar hugmyndir um ýmis önnur mál en samkomulag náðist um. Þetta hafi hins vegar verið skynsamleg niðurstaða og þess eðlis að hægt sé að klára málin á einum degi. Það sætti Sjálfstæðisflokkurinn sig við.
Það er þungt yfir Óttari Proppé, formanni Bjartar framtíðar, sem stendur þó að samkomulaginu. „Ég er nú ekkert sérstaklega sáttur með niðurstöðuna en ég held að hún hafi verið alveg nauðsynleg. Það var ljóst að við yrðum að komast að samkomulagi um hvernig ætti að ljúka þessu þingi þannig að við myndum ljúka með sæmd útlendingamálum og afnámi laga um uppreist æru. Eftir það sem á undan er gengið er það algjört grundvallaratriði að menn nái að klára það. Þess vegna fannst okkur ábyrgðarhluti að vera hluti af þessu samkomulagi.“
Óttarr hefði viljað sjá að komist hefði verið lengra með stjórnarskrármálið. „Að gert yrði einhvers konar breytingaákvæði á henni, sem við höfum stutt, en það var ljóst að við vorum ekki að fá meirihluta fyrir því núna. Það mál bíður því fram yfir kosningar.“
Píratar eru ekki aðilar að samkomulaginu og Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segir samningaviðræður hafa strandað á atriðum sem eru mikilvæg hennar flokki og Samfylkingunni, breytingarákvæði á stjórnarskrá. „Ef við hefðum fengið það í gang núna þá hefðum við getað skotið stjórnarskrárbreytingum til þjóðarinnar með auknum meirihluta þingmanna í staðinn fyrir að þurfa alltaf að leysa upp þingið og fá tvö þing til að samþykkja.“
Hún segir þetta grundvallarmál, hins vegar hafi Píratar barist fyrir þeim málum sem náðist samkomulag um að klára. Flokkurinn hafi þó viljað ganga lengra með mörg þeirra. „Liður í svona samningum er að gera málamiðlanir en það var enginn vilji frá Sjálfstæðisflokknum að koma neitt til móts við breytingarákvæðið.“
Píratar ætla sér að styðja samkomulagið en hafa áskilið sér rétt til að leggja fram dagskrárbreytingartillögu þar sem tillagan um breytingarákvæði á stjórnarskrá verður lögð fram.