Borg vs. McEnroe á RIFF

RIFF | 25. september 2017

Borg vs. McEnroe á RIFF

Kvikmyndin Borg vs. McEnroe, með Sverri Guðnasyni í hlutverki tennisleikarans Björns Borg og Shia LaBeouf í hlutverki keppinautar hans John McEnroe, verður lokamynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár en hún fjallar um einvígi tenniskappanna árið 1980.

Borg vs. McEnroe á RIFF

RIFF | 25. september 2017

Shia LaBeouf og Sverrir Guðnason í Borg vs. McEnroe.
Shia LaBeouf og Sverrir Guðnason í Borg vs. McEnroe.

Kvikmyndin Borg vs. McEnroe, með Sverri Guðnasyni í hlutverki tennisleikarans Björns Borg og Shia LaBeouf í hlutverki keppinautar hans John McEnroe, verður lokamynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár en hún fjallar um einvígi tenniskappanna árið 1980.

Kvikmyndin Borg vs. McEnroe, með Sverri Guðnasyni í hlutverki tennisleikarans Björns Borg og Shia LaBeouf í hlutverki keppinautar hans John McEnroe, verður lokamynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár en hún fjallar um einvígi tenniskappanna árið 1980.

Fjölmargar kvikmyndir verða Evrópufrumsýndar á hátíðinni og einnig kvikmyndir sem hafa gert það gott á þekktum kvikmyndahátíðum víða um heim, m.a. þeim sem haldnar eru í Toronto og Feneyjum. Má þar nefna Hannah með Charlotte Rampling í aðalhlutverki en Rampling hlaut verðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki á hátíðinni í Feneyjum fyrr í þessum mánuði og The Rider eftir Chloé Zhao sem vakti mikla athygli í Cannes í vor. La Chana verður sýnd á RIFF en hún er framleidd er af Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska og einnig Faces Places eftir Agnesi Varda sem hlaut nýverið heiðursverðlaun Óskarsverðlaunanna fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar.

Kvikmyndin Bobbi Jene hlaut verðlaun sem besta kvikmyndin á Tribeca-kvikmyndahátíðinni og heimildarmyndin A Force in Nature verður einnig sýnd á RIFF en hún fjallar um myndlistarmanninn Jóhann Eyfells.

Kaurismäki og Aaltonen

Kastljósinu verður beint sérstaklega að finnskri kvikmyndagerð á hátíðinni í ár og m.a. boðið upp á úrval kvikmynda eftir leikstjóra á borð við Aki Kaurismäki og Veikko Aaltonen. Má af þeim nefna Hamlet liikemaailmassa, eða Hamlet fer í viðskipti, eftir Kaurismäki, sem er óður til verka Shakespeare og Tuhlaajapoika, eða Rausnarlega soninn, eftir Aaltonen sem segir af smáglæpamanni og sambandi hans við geðlækni sem gengur út á kvalalosta. Þessar kvikmyndir eru sýndar í flokknum Villealfa frá Alfaville en Villealfa var upprunalega samvinna þriggja framleiðslufyrirtækja sem hvert um sig framleiddi sjálfstæðar kvikmyndir. Hugmyndin var að ögra kvikmyndagerð Finnlands á þeim tíma og allri þeirri formfestu og skriffinnsku sem henni fylgdi, eins og segir í tilkynningu frá RIFF. helgisnaer@mbl.is

mbl.is