Formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis í þinghúsinu í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar.
Formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis í þinghúsinu í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar.
Formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis í þinghúsinu í þeirri von um að ná samkomulagi um með hvað hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar.
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, situr fundinn í fjarveru Sigurður Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. En mikið hefur gengið á innan Framsóknarflokksins frá því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður, sagði sig úr flokknum í gær og tilkynnti að hann ætlaði að vinna að myndun nýs stjórnmálaafls.
Fjögur mál hafa verið í umræðunni sem þykir brýnt að ná samkomulagi um að klára fyrir kosningar, en það eru breytingar á lögum um uppreist æru, lögfestinga NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk, breytingar á útlendingalögum og stjórnarskrá.
Formennirnir funduðu þrisvar í síðustu viku í sama tilgangi án þess að skýr niðurstaða fengist.
Enginn formannanna veitti viðtal fyrir fundinn í dag en eftir þriðja fundinn í síðustu viku sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að hann væri ekkert endilega bjartsýnn á að formennirnir næðu samkomulagi sem allir gætu sætt sig við. Hann sagði það þó ekki mega gerast að ekkar mál yrði afgreitt og að farið yrði beint í kosningabaráttu. „Það verður þá bara að fara þarna upp og síðan verður meirihlutinn að skera úr um hvað meirihlutinn vill. Þannig virkar Alþingi,“ sagði Logi og átti þar við þingsalinn.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, sagði þá að samtalið væri að þróast.
Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Unnur Brá að það væri alveg kominn tími á að klára þessar umræður. Hún vonaðist til að einhver árangur næðist í dag. Fundurinn formannanna hófst klukkan 15.15.
Uppfært klukkan 16.00:
20 mínútna hlé var gert á fundi formannanna svo þeir gætu rætt við sína þingflokka. Fundinum verður haldið áfram að því loknu.
Uppfært klukkan 17:30:
Fundarhléið hefur dregist á langinn og ljóst er að miklar umræður eru að eiga sér stað hjá þingflokkunum.