94 ára og vinnur dag sem nótt

RIFF | 30. september 2017

94 ára og vinnur dag sem nótt

„Auðvitað kemur að því að maður dofni upp en ég er ennþá að vinna að mínum bestu verkum. Þú varst stálheppinn að ég var ekki farinn út að vinna þegar þú hringdir. Engu verki er nokkurn tíma lokið og við öðlumst aldrei fullkomna þekkingu á nokkrum hlut. Sagði ekki Schopenhauer: Þegar maður nálgast fullkomnun hverfur viljinn!“ 

94 ára og vinnur dag sem nótt

RIFF | 30. september 2017

Jóhann Eyfells myndhöggvari.
Jóhann Eyfells myndhöggvari.

„Auðvitað kemur að því að maður dofni upp en ég er ennþá að vinna að mínum bestu verkum. Þú varst stálheppinn að ég var ekki farinn út að vinna þegar þú hringdir. Engu verki er nokkurn tíma lokið og við öðlumst aldrei fullkomna þekkingu á nokkrum hlut. Sagði ekki Schopenhauer: Þegar maður nálgast fullkomnun hverfur viljinn!“ 

„Auðvitað kemur að því að maður dofni upp en ég er ennþá að vinna að mínum bestu verkum. Þú varst stálheppinn að ég var ekki farinn út að vinna þegar þú hringdir. Engu verki er nokkurn tíma lokið og við öðlumst aldrei fullkomna þekkingu á nokkrum hlut. Sagði ekki Schopenhauer: Þegar maður nálgast fullkomnun hverfur viljinn!“ 

Þetta segir Jóhann Eyfells myndhöggvari sem býr og starfar í Texas. Hann leggur dag við nótt þegar listin er annars vegar en samtalið fór fram milli klukkan 8 og 9 að morgni að staðartíma í Texas. Atorkan er mikil og afköstin eftir því sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Jóhann er orðinn 94 ára gamall. Fæddur á lengsta degi ársins, 21. júní 1923, og hefur gert lítinn greinarmun á degi og nóttu síðan. 

Ný heimildarmynd, Jóhann Eyfells: A Force in Nature, verður Íslandsfrumsýnd í Háskólabíói á RIFF á morgun, sunnudag, kl. 14.30. Höfundur hennar er Texasbúinn Hayden de M. Yates sem heillaðist af Jóhanni og fylgdi honum eftir árum saman, auk þess að ræða við nokkra samferðarmenn hans. 

Ekki var sjálfgefið að Jóhann helgaði líf sitt listinni. „Ég átti að verða aðstoðargjaldkeri hjá Ísafold og móðir mín hafði líka mikið fyrir því að útvega mér starf sem verðlagsstjóri á Vestfjörðum en það var ekki nokkur leið að gera mig að embættismanni. Samt er ég ennþá að berjast við þetta. Ég var náttúrlega fyllibytta um tíma en samt ekki fyllibytta eins og fyllibytturnar sem ég þekkti. Ég var fyllibytta til þess að ná betri tökum á raunveruleikanum. Notaði augnabliksheimsku til þess að taka skrefið fram veginn. Sama má segja um Leif heppna, hann tók skrefið til vesturs. Hann fór aldrei með ströndum, eins og sumir hafa sagt, heldur tók skrefið út í vísan dauðann; hafði ekki hugmynd um hvað var fyrir vestan Ísland. Hvernig hann náði sér í skipshöfn skil ég ekki. Það þarf einhver að athuga það. Þetta hafa verið fífldjarfir menn eða hreinlega aular. Kólumbus var á hinn bóginn bara túristi; vissi upp á hár þegar hann sigldi af stað að hann myndi ná einhvers staðar landi.“

Verk eftir Jóhann á búgarði hans í Texas.
Verk eftir Jóhann á búgarði hans í Texas.




Jóhanni hefur ekki alltaf gengið sem best að tala við sinn samtíma. „Ég hef alltaf verið útigangshestur en einhverjir, jafnvel heimsfræg nöfn, hafa samt fengið nasasjón af því sem ég er að gera. Það er allskonar fólk hérna í Ameríku sem heldur að ég sé umrenningur og búi á götunni. Ég hirði ekki um neinn klæðnað; kaupi bara mín föt í Goodwill og slíkum verslunum.“

Það sem breyst hefur hjá Jóhanni á allra seinustu árum er að hann er hættur að gera langtímaplön. Aldurinn leyfir það hreinlega ekki. „Núna er ég að hnýta saman allskonar hnúta. Sumt af því sem ég er að gera núna gæti einhver annar klárað. Það er svipað og með kirkjuna hans Gaudi í Barcelona. Hann drapst í bílslysi 1926 en menn eru ennþá, eftir tæp hundrað ár, að ljúka við verkið. Ég er alls ekki að bera mig saman við Gaudi, við erum ekki sambærilegir á nokkurn hátt, fyrir utan það að við erum báðir arkitektar. Gaudi hefur alltaf verið stórkostlegur „poster boy“ fyrir mig. Ég er bara íslenskur gæi!“

mbl.is