Háskaleg hugmynd að útiloka einn flokk manna

Uppreist æru | 2. október 2017

Háskaleg hugmynd að útiloka einn flokk manna

Tímabært er að heildarendurskoðun fari fram á lagaákvæðum er varða uppreist æru og óflekkað mannorð en við slíka endurskoðun þarf að haga málum þannig að ákvörðun um mögulega endurveitingu réttinda byggist á efnislegri athugun á hegðun og framferði umsækjenda, en ekki vélrænni aðferðafræði.

Háskaleg hugmynd að útiloka einn flokk manna

Uppreist æru | 2. október 2017

Djúpstæð togstreita virðist hafa komið upp á yfirborðið í umræðunni.
Djúpstæð togstreita virðist hafa komið upp á yfirborðið í umræðunni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tímabært er að heildarendurskoðun fari fram á lagaákvæðum er varða uppreist æru og óflekkað mannorð en við slíka endurskoðun þarf að haga málum þannig að ákvörðun um mögulega endurveitingu réttinda byggist á efnislegri athugun á hegðun og framferði umsækjenda, en ekki vélrænni aðferðafræði.

Tímabært er að heildarendurskoðun fari fram á lagaákvæðum er varða uppreist æru og óflekkað mannorð en við slíka endurskoðun þarf að haga málum þannig að ákvörðun um mögulega endurveitingu réttinda byggist á efnislegri athugun á hegðun og framferði umsækjenda, en ekki vélrænni aðferðafræði.

Þetta er niðurstaða Arnars Þórs Jónssonar í fræðigrein um uppreist æru og óflekkað mannorð sem mun birtast í Afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem kemur út nú í vikunni.

Arnar kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega umfjöllun um gildandi rétt og bakgrunn núgildandi ákvæða um uppreist æru og óflekkað mannorð hér á landi og í nágrannaríkjum að það sé háskaleg hugmynd að útiloka einn hóp manna fyrirfram frá endurveitingu réttinda.

Að uppfylltum tilgreindum skilyrðum ætti sérhvert réttarríki að veita brotamönnum möguleika á endurveitingu borgaralegra réttinda, sem þeir kunna að hafa verið sviptir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is